Matur og menning - page 49

Þekktar eru ýmsar aðferðir til að lokka viðskiptavininn til að gera
óvænt innkaup:
Ef vara er sett í körfu eða stamp halda margir að hún sé ódýrari.
Ef vörunni hefur verið raðað upp í stafla þykir gott að taka svolítið af staflanum
til að viðskiptavinurinn haldi að margir hafi keypt vöruna. Hann freistast þá
e.t.v. líka til að kaupa.
Að raða upp saman vörum sem oft eru notaðar saman, t.d. að setja kex
nálægt ostum og kökur nálægt kaffi.
Að raða freistandi vörum við kassann þar sem viðskiptavinurinn bíður eftir
afgreiðslu.
Að láta verðið ekki enda á heilum tug. Mörgum finnst að vara sem kostar
„bara“ 998 kr. sé miklu ódýrari en vara sem kostar 1000 kr.
Að gefa upp verðið á 100 g í staðinn fyrir kílói.
Að minnka pakkningar í staðinn fyrir að hækka verðið, t.d. að það sem var
áður 500 g er nú bara 450 g en er á sama verði.
Að selja nokkur stykki pökkuð saman. Mörgum finnst þrír kexpakkar á 350 kr.
miklu ódýrari en einn pakki á 115 kr. en þeir eru þó fimm krónum
dýrari því að þrír pakkar á 115 kr. kosta 345 kr.
47
VERKEFNI
Farðu í matvöruverslun
1. Gerðu uppdrátt af því hvernig vörunum er raðað upp í búðinni.
2. Athugaðu hvort þú sérð eitthvað af þeim aðferðum sem hér hafa verið ræddar
og eiga að lokka viðskiptavininn til að kaupa meira.
3. Sérðu einhverjar fleiri aðferðir?
4. Skoðaðu auglýsingarnar í búðinni.
Í skólanum
• Dragðu nú línu eftir uppdrættinum af búðinni sem þú þarft að fylgja ef þú ætlar
að kaupa mjólk, brauð, fisk, ávexti og grænmeti. Þarftu að fara um alla búð?
Ferðu fram hjá kex-, gosdrykkja- eða sælgætishillunni?
• Sást þú eitthvert atriði sem lokkaði þig til að kaupa meira?
• Ræðið í bekknum hvaða auglýsingar eru í búðum og hvernig þær eru settar upp.
1...,39,40,41,42,43,44,45,46,47,48 50,51,52
Powered by FlippingBook