Matur og menning - page 14

Fæðuóþol
Með hugtakinu fæðuóþoli er átt við óþægindi sem koma fram eftir
neyslu ákveðinna fæðutegunda án þess þó að ónæmiskerfið komi við sögu. Ein-
kennin geta verið svipuð eins og þegar um ofnæmi er að ræða og meðferðin er sú
sama, þ.e. að reyna að finna út hvað veldur óþolinu og útiloka svo þann þátt úr
fæðunni. Algengustu gerðir fæðuóþols eru mjólkursykuróþol og glútenóþol.
Mjólkursykur
er kolvetni sem er í mjólk og mjólkurvörum nema föstum ostum.
Við meltinguna þarf þetta kolvetni að brotna niður og til þess þarf ákveðið
meltingarensím. Sumir hafa ekki þetta ensím og þá kemur mjólkursykurinn ómeltur
niður í þarmana. Þar er hann gerjaður af bakteríum og því fylgja óþægindi eins
og uppþemba, vindverkir og niðurgangur. Þeir sem hafa mjólkursykuróþol þurfa
að forðast mjólkurvörur aðrar en fastan ost. Auðvelt er að sjá hvort mjólkursykur
er í ostinum með því að athuga hvort í honum eru kolvetni. Þetta má lesa út úr
næringargildismerkingum eða í næringarefnatöflum.
Glútenóþol
er sjúkdómur sem lýsir sér sem bólga í þarmaslímhúð og einkennin
eru óþægindi í maga og niðurgangur. Glúten er prótein sem er í hveiti (líka spelti),
rúgi og byggi. Einstaklingar sem hafa glútenóþol þurfa algjörlega að útiloka úr fæði
sínu vörur sem innihalda glúten, því lítið magn getur valdið óþægindum. Áður fyrr
voru hafrar alltaf taldir upp með matvörum sem innihalda glúten. En rannsóknir
sýna að þeir sem hafa glútenóþol þola flestir að borða svolítið af höfrum. En það er
mikilvægt að þeir hafi ekki mengast af öðrum kornvörum. Þess vegna er ekki hægt
að mæla með að þeir sem hafa glútenóþol borði hafra nema það komi fram á
umbúðunum að þeir innihaldi ekki glúten.
Mikilvægt er að muna að hveiti, rúgur, bygg og hafrar eru notuð í ýmsar vörur svo
sem brauð, pasta, morgunkorn, kex, súpur, sósur og jafnvel lakkrís (hveiti).
Á markaði er glútenlaust mjöl sem ætlað er í brauð og annan bakstur. Auk þess er
hægt að nota maís (maisena mjöl, maískökur, kornflögur og poppkorn), hrísgrjón
(hrísmjöl og rice-crispies), kartöflumjöl, bóghveiti og hirsi.
Evrópskt merki
á vörum sem inni-
halda ekki glúten.
12
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,...52
Powered by FlippingBook