Matur og menning - page 13

Vissulega væri hollt fyrir alla að fylgja þessum leiðbeiningum því þetta eru einmitt
leiðbeiningar um hollt fæði. Með því að borða margar litlar máltíðir er auðveldara
að stjórna blóðsykri en með fáum stórum máltíðum.
Stundum nota þeir sem eru með sykursýki gervisætuefni til að fá sætt bragð af
matnum án þess þó að nota sykur. Ýmsar matvörur innihalda gervisætuefni t.d.
léttir gosdrykkir, skyr og jógúrt án sykurs.
Ofnæmi/óþol.
Helsti munur á ofnæmi og óþoli er sá að ofnæmið tengist
ónæmiskerfinu en það gerir óþolið ekki. Ónæmiskerfið er kerfi í mannslíkamanum
sem heldur sýkingum í skefjum. En stundum tekur ónæmiskerfið upp á því að líta
á prótein í matnum sem óvin og ráðast gegn því. Þetta köllum við ofnæmi.
Fæðuofnæmi.
Fæða sem veldur ofnæmi kallast ofnæmisvaki. Algengustu
ofnæmisvakar hjá börnum eru kúamjólk og egg en oft eldist þetta ofnæmi af börn-
unum. Hægt er að hafa ofnæmi fyrir mun fleiri fæðutegundum eins og fiski, hveiti
og hnetum. Helstu einkenni ofnæmis eru útbrot, kláði, rauð húð eða bjúgmyndun
og koma þau einkum fram í húð, slímhúð, meltingarfærum, öndunarfærum og
augum.
Mikilvægt er að reyna að finna út hver er ofnæmisvakinn. Það er stundum hægt að
gera með húðprófum en einnig þarf að fylgjast náið með neyslu fæðutegunda í
tengslum við ofnæmið. Eina örugga meðferðin er svo að forðast þá fæðu sem
veldur ofnæmiseinkennum. Ef um er að ræða einhverja grundvallarfæðutegund
(t.d. mjólk) þarf að gæta þess vel að fá annars staðar þau nauðsynlegu næringar-
efni sem í fæðutegundinni eru.
Þegar forðast þarf einhverjar fæðutegundir er nauðsynlegt að lesa vel á umbúðir
matvæla. Ef vörur eru illa merktar og einhver vafi leikur á innihaldinu á aldrei að
taka áhættuna og kaupa vöruna. Við matreiðsluna er líka mikilvægt að vanda sig og
passa að ofnæmisvakinn blandist ekki öðrum vörum, t.d. ef notaður er sami hnífur
eða skurðarbretti án þess að þvo það á milli fæðutegunda eða ef hrært er í mörgum
pottum eða skálum með sömu sleif.
11
1...,3,4,5,6,7,8,9,10,11,12 14,15,16,17,18,19,20,21,22,23,...52
Powered by FlippingBook