Matur og menning - page 12

Ýmsir sjúkdómar geta tengst mataræði, má þar t.d. nefna sykursýki en þar byggist
meðferð meðal annars á réttu mataræði. Í fleiri tilfellum má rekja orsakir sjúkdóma
til mataræðis, þar má m.a. nefna ofnæmi og óþol.
Sykursýki
er sjúkdómur sem stafar af því að líkaminn framleiðir ekki nóg af
hormóninu insúlíni eða af ónógum áhrifum insúlíns í líkamanum. Afleiðingin er sú
að kolvetni úr fæðunni nýtast ekki eðlilega, en safnast fyrir sem sykur í blóðinu sem
skilast síðan út með þvaginu. Þeir sem hafa sykursýki stjórna blóðsykri sínum með
því að sprauta sig með insúlíni og hafa mataræðið í föstum skorðum. Mikilvægt er
fyrir þann sem er með sykursýki að lifa reglubundu lífi. Fæða, hreyfing og insúlín-
notkun þarf allt að vera í jafnvægi.
Ef insúlín skortir eykst sykurmagn blóðsins. Ef insúlínskorturinn varir lengi verður
einnig breyting á fituefnaskiptunum og það getur leitt til að viðkomandi fellur í
sykursýkisdá.
Einkenni insúlínsskorts:
Tíð og mikil þvaglát, þorsti, þyngdartap og slappleiki.
Ef of mikið er sprautað af insúlíni eða ekki er borðað nóg miðað við insúlínspraut-
una getur það valdið of lágum blóðsykri og sykurfalli.
Einkenni sykurfalls:
Hungurtilfinning, sviti, skjálfti, fölvi, óróleiki og sljóleiki.
Meðferð við blóðsykurfalli felst í því að borða strax kolvetni t.d. 2–3 sykurmola,
brauðsneið eða gosdrykk/ávaxtasafa. Þeir sem eru með sykursýki þurfa alltaf að
hafa einhver kolvetni á sér til að grípa til ef blóðsykurinn fellur.
Fæði sykursjúkra er venjulegt fæði en
auk þess skal:
Borða reglulega og hæfilega mikið.
Borða oft (6 máltíðir á dag).
Borða trefjaríka fæðu.
Varast sykur.
Velja fitulitlar matvörur.
mataræði og sjúkdómar
10
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...52
Powered by FlippingBook