Matur og menning - page 11

9
SVARAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGUM
• Er orkuneysla þín í samræmi við orkuþörfina? Ef ekki hvort ættir þú að
borða meira eða minna?
• Hvað með orkuefnin kolvetni, prótein og fitu, eru þau í hæfilegu magni?
Ef ekki hvað er til ráða?
• Færðu ráðlagðan dagskammt af vítamínum og steinefnum?
Ef ekki hvernig gætir þú breytt mataræðinu til betri vegar?
• Úr hvaða matvælum færð þú helst kalk, járn, C-vítamín og D-vítamín?
Þú skráðir bara einn dag. Ef teknir eru fyrir nokkrir samfelldir dagar færðu nákvæmari
niðurstöður því við borðum svo mismunandi dag frá degi.
• Morgunverður. Sláðu inn það sem þú borðar venjulega í morgunverð. Hversu
stóran hluta áætlaðrar orkuþarfar færð þú úr morgunverði? Hvernig kemur
þetta út miðað við hlutföllin sem mælt er með skv. norrænu leiðbeiningunum?
• Hvað borðar þú þegar þú kemur heim úr skólanum? Skráðu það sem þú borðar
venjulega. Láttu svo tölvuna reikna út næringargildið. Hvernig er útkoman?
Hvað er mikið af sykri í því sem þú borðar? Ef útkoman er ekki góð prófaðu þá
að taka eitthvað út en bæta öðru inn í staðinn.
• Mismunandi matreiðsluaðferðir. Veldu þér nú tvær uppskriftir þar sem beitt er
mismunaði matreiðsluaðferðum, t.d. soðinn og steiktur fiskur. Athugaðu að
uppskriftirnar þurfa að vera álíka stórar (þ.e. fyrir jafnmarga). Settu inn í forritið
hvora uppskrift fyrir sig og prentaðu út niðurstöðurnar.
• Hver er helsti munurinn á orkugildi þessara tveggja uppskrifta (hvað gefur hvor
um sig margar hitaeiningar, kkal)?
• Hvað eru mörg grömm af fitu í hvorri uppskrift fyrir sig?
• Veldu nú þá uppskrift sem gefur fleiri hitaeiningar og bættu við hana kartöflum,
grænmeti (þú getur miðað við 120 g af kartöflum og 100 g af grænmeti á
mann). Hvað jókst orkan mikið við að bæta þessu við?
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...52
Powered by FlippingBook