Matur og menning - page 10

Ýmsar leiðbeiningar hafa verið kynntar til að auðvelda okkur að velja holla, fjöl-
breytta fæðu. Þar má nefna þætti eins og ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um matar-
æði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri, fæðuhringinn og slagorðið fimm á
dag, þar sem ráðlagt er að neyta að minnsta kosti fimm skammta af ávöxtum og
grænmeti daglega. Um alla þessa þætti má lesa á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.
Megininntakið í öllum þessum leiðbeiningum er að fæðið skuli vera fjölbreytt, mikið
af ávöxtum og grænmeti en minna af fitu og sykri.
Þá hafa verið sett fram viðmiðunargildi um æskilega samsetningu orkuefnanna í
fæðunni og ráðlagða dagskammta fyrir bætiefnin.
Samkvæmt norrænum leiðbeiningum er talið æskilegt að orkuneyslan dreifist
þannig yfir daginn:
Morgunverður 20–25%
Hádegisverður 25–35%
Kvöldverður 25–30%
1–3 næringarríkir millibitar 5–30%
Til að fylgjast með samsetningu fæðunnar er þægilegt að nýta sér tölvuforrit sem
reiknar út næringargildi fæðunnar. Eitt slíkt er forritið Matarvefurinn (
vefurinn.is). Þar er hægt að færa inn það sem borðað er yfir daginn, láta forritið
reikna út orku og næringarefni og bera niðurstöðuna saman við ráðlagða dag-
skammta og æskilega dreifingu orkunnar. Þá er einnig hægt að athuga úr hvaða
matvælum helstu næringarefnin koma.
hvernig er mataræðið?
8
VERKEFNI
Glas
200 g
Bolli
150 g
Matskeið
15 g
Teskeið
5 g
1 ml af vatni
1 g
Neyslukönnun í einn dag. Skráðu hjá þér allt sem þú borðar og drekkur á einum degi.
Skammtana er hægt að skrá í stykkjum, glösum, bollum, matskeiðum, teskeiðum eða
millilítrum eða grömmum ef borðað er beint úr umbúðunum eða vigta það sem borðað er.
Skráðu svo neyslu þína inn í forritið
Matarvefurinn og láttu það reikna út neyslu þína.
Mundu að skrá þig sem notanda og færa inn
aldur þinn og meðalhreyfingu svo forritið geti
notað réttu viðmiðunargildin fyrir þig.
1,2,3,4,5,6,7,8,9 11,12,13,14,15,16,17,18,19,20,...52
Powered by FlippingBook