Matur og menning - page 9

Vöðvafíkn (bigorexia)
er sjúkdómur sem talinn er af sama
meiði og lystarstol og lotugræðgi, þ.e. tengist útlitslegum rang-
hugmyndum. Þeir sem greinast með vöðvafíkn eru í langflestum
tilfellum karlmenn undir tvítugu. Allt er gert til að reyna að stækka
vöðvana, helstu einkennin eru:
Áhyggjur af að vera ekki nógu stæltur og grannur.
Lyftingar mikið stundaðar.
Sérstakt mataræði, neysla fæðubótarefna og jafnvel stera.
7
1. Hér eru tvær máltíðir. Reiknið út orkuna
í hvorri máltíð fyrir sig.
Máltíð A:
pítsa 240 g og gosdrykkur
500 g (hálfur lítri).
Máltíð B:
Soðinn fiskur 250 g,
tómatsósa 2 msk (30 g), 3 kartöflur
(180 g), 100 g af einhverju grænmeti
og vatnsglas.
Hver er munurinn á orkunni úr hvorri
máltíð fyrir sig?
2. Hvað eru margar hitaeiningar (kkal) í:
Litlu stykki af súkkulaði (40 g) og
hálfum lítra af gosdrykk? Í einu epli?
3. Ef einhver drekkur þrjú glös
(eitt glas = 200 g) af mjólk á dag hvað getur
hann þá sparað sér margar hitaeiningar á ári
ef hann skiptir úr nýmjólk yfir í léttmjólk?
4. Í einu kílói af fituvef eru um 7000 kkal.
Hvað getur sá í spurningu þrjú vænst
þess að léttast mikið á einu ári ef hann
skiptir úr nýmjólk yfir í léttmjólk?
5. Með forritinu
er
hægt að áætla orkunotkun sína með því
að setja inn upplýsingar um þann tíma
sem varið er til hreyfingar. Settu nú inn
þrjá mismunandi daga:
Einn þar sem þú hreyfir þig mikið.
Einn þar sem hreyfingin er í meðallagi.
Einn þar sem þú hreyfir þig lítið.
Hver er munurinn á orkunotkun þinni
milli þessara daga?
6. Hver eru helstu einkenni
lystarstols
lotugræðgi
vöðvafíknar
VERKEFNI
Til að leysa þetta verkefni getið þið annaðhvort notað
eða
fundið næringarefnatöflur á vef Lýðheilsustöðvar eða Matra
1,2,3,4,5,6,7,8 10,11,12,13,14,15,16,17,18,19,...52
Powered by FlippingBook