Matur og menning - page 8

Á sama tíma og mikið er rætt um að þjóðin sé að fitna má ekki gleyma því að aðrir
berjast við átröskunarsjúkdóma eins og lystarstol (anorexia nervosa) og lotugræðgi
(bulemia).
Lystarstol
er átröskun sem oftast leggst á ungar stúlkur á aldrinum 12–20 ára en
drengir geta einnig fengið hana. Talið er að um 1% unglinga þjáist af þessum sjúk-
dómi. Helstu einkennin eru:
Þyngdartap í kjölfar þess að einstaklingur borðar
mjög lítið en hreyfir sig mjög mikið.
Mikil hræðsla við að fitna og þyngjast.
Ásókn í óhæfilega litla líkamsþyngd.
Tíðir hætta vegna hormónatruflana.
Um orsakir lystarstols er ekki nákvæmlega vitað en bent hefur verið á ýmsa þætti
eins og fegurðarímynd nútímans, áföll og ástvinamissi og erfiðleika á unglingsárum.
Lotugræðgi
er átröskun sem oftast kemur fram hjá stúlkum og ungum konum á
aldrinum 15–25 ára. Talið er að 4–8% þessa hóps sé haldinn lotugræðgi. Helstu
einkennin eru:
Átköst, þar sem innbyrtur er mikill matur á stuttum tíma og síðan
eru framkölluð uppköst til að losa sig við matinn.
Mikil átþörf, ómótstæðileg þörf fyrir mat á stundinni.
Ósk um að fara í aðhald, fasta, kasta upp, nota þvagræsilyf.
Eyðing á glerungi tannanna.
Lotugræðgi er talin skild lystarstoli en þessi sjúkdómur hefur aðeins verið þekktur í
um tvo áratugi. Um orsakir lotugræðgi er ekki nákvæmlega vitað en ýmsir persónu-
legir og félagslegir þættir og aðstæður í menningu þjóða eru taldir stuðla að veik-
indunum. Bent hefur verið á að sjúkdómurinn sjáist aðallega í hinum vestræna
heimi, þar sem grannur og stæltur kvenlíkami er í hávegum hafður og nóg er til af
mat.
Það er mikilvægt fyrir þann sem telur sig vera eða er haldinn átröskun að ræða
málið, segja vinkonu, vini eða fjölskyldunni frá hvernig sér líði. Æskilegt er að leita
líka til hjúkrunarfræðingsins í skólanum sem bendir á færar leiðir. Því fyrr sem leitað
er lækninga við sjúkdómnum þeim mun meiri líkur eru á að ná bata.
átröskun
6
1,2,3,4,5,6,7 9,10,11,12,13,14,15,16,17,18,...52
Powered by FlippingBook