Matur og menning - page 7

Á unglingsárunum breytist vaxtarlag líkamans, einkum hjá stelpum. Brjóstin
stækka, fitulag fer að setjast til undir húðinni á brjóstum, lærum, mjöðmum
og rassi og líkamslögunin breytist. Þannig er stelpum eðlilegt að fitna svo-
lítið þegar þær taka út vöxt. Fitulagið er ekki merki um offitu því svona á
þetta að vera. Náttúran gerir ráð fyrir því að strákar og stelpur séu ólík í
vexti.
Ef einhver er mun þyngri en hann ætti að vera miðað við líkamsþyngdar-
stuðulinn er mikilvægt að skoða eigin lífsvenjur og vinna að því að breyta
þeim til betri vegar. Manneldisráð hefur sett fram leiðbeiningar sem kall-
aðar eru
M-in þrjú
. Þar er átt við
m
áltíðamunstrið,
m
atinn og
m
agnið.
Mikilvægt er að taka tillit til þessara þriggja þátta ef ætlunin er að grennast
og halda þyngdinni í skefjum til langframa. Og að sjálfsögðu má ekki
gleyma hreyfingunni og reyna að hreyfa sig á hverjum degi.
Lögð er áhersla á að borða reglulega, margar litlar máltíðir á dag, ekki
sleppa úr máltíð og að njóta matarins.
Maturinn á að vera prótein- og kolvetnaríkur en innihalda lítið af fitu. Æski-
legt er að borða ríflega af grænmeti og ávöxtum en lítið af sykri og sætum
mat. Nota ætti fitulitla mjólk og mjólkurvörur, magurt kjöt, fisk, baunir,
grófar kornvörur og kartöflur, hrísgrjón eða pasta. Þá er æskilegt drekka
vatn eða sódavatn í stað sætra gosdrykkja og annarra sætra drykkja.
Þegar skammtað er á diskinn ætti grænmetið að þekja a.m.k. einn þriðja af
diskinum, kjöt, fiskur eða baunir annan þriðjung og kartöflur, pasta eða
hrísgrjón þann þriðja. Skammta þarf hæfilegt magn á diskinn og fá sér
aðeins einu sinni.
Nánari fræðslu um
M-in þrjú
má finna á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.
gripið í taumana
5
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...52
Powered by FlippingBook