Matur og menning - page 6

Íslendingar hafa verið að þyngjast undanfarna áratugi, bæði börn og full-
orðnir. Þarna er mörgu um að kenna, ekki síst auknu fæðuframboði og
minni líkamlegri hreyfingu. Einstaklingur sem er of þungur borðar eða
hefur einhvern tíma borðað meira en líkaminn brenndi og umframorkan
hefur sest utan á hann í formi fitu. Til að snúa þessu við þarf því að hreyfa
sig meira og borða skynsamlega. Best er ef hreyfingin verður eðlilegur hluti
af daglegu lífi eins og t.d. að ganga í skólann, ganga tröppur í staðinn fyrir
að nota lyftuna, fara í hreyfileiki í staðinn fyrir að sitja fyrir framan tölvuna
eða sjónvarpið og taka þátt í starfi íþróttafélaga.
Til að ákveða eðlilega líkamsþyngd er notaður svokallaður líkamsþyngdar-
stuðull. Hann er fenginn með því að deila í þyngdina með hæðinni í öðru
veldi.
Líkamsþyngdarstuðull
:
líkamsþyngd kg/m
2
hæð
2
Síðan er þetta gildi borið saman við staðla sem gefa til kynna eðlilega
líkamsþyngd. Í töflunni má sjá viðmiðunarstaðla fyrir unglinga og fullorðna.
Það er þó mikilvægt að muna að þetta eru bara viðmiðunargildi og eðlileg
þyngd getur verið breytileg á milli einstaklinga. Sá sem er sterkbyggður er
oft þyngri en sá sem fíngerður er.
Líkamsþyngdarstuðlar til viðmiðunar fyrir unglinga og fullorðna
holdafar
Aldur
Ofþyngd ef líkamsþyngdar–
stuðull fer yfir
strákar/karlar
stelpur/konur
13 ára
21,9
22,6
14 ára
22,6
23,3
15 ára
23,3
23,9
16 ára
23,9
24,3
17 ára
24,5
24,7
fullorðnir
25,0
25,0
4
1,2,3,4,5 7,8,9,10,11,12,13,14,15,16,...52
Powered by FlippingBook