Matur og menning - page 5

Fæðuframboðstölur
Manneldisráð birtir tölur um fæðuframboð á Íslandi á heimasíðu Lýðheilsu-
stöðvar. Þessar tölur eru fengnar með því að leggja saman það magn sem
framleitt er í landinu og það sem flutt er inn og draga svo frá það sem fer
til útflutnings og til annarra nota, t.d. í dýrafóður. Þetta er gróf nálgun á
neyslu þjóðarinnar því eitthvað getur farið til spillis án þess að vera dregið
frá (t.d. afgangur af gosdrykkjum) eða að eitthvað er ræktað eða framleitt
sem ekki kemur fram í opinberum tölum. En með þessum upplýsingum
má fylgjast með breytingum á mataræði þjóðarinnar.
Undanfarin ár hefur neysla á nýmjólk og vörum unnum úr henni minnkað
ár frá ári en neysla á fituminni mjólk og mjólkurvörum aukist. Kjötneysla
hefur aukist lítillega, einkum á kjúklinga- og lambakjöti. Grænmetisneysla
hefur tvöfaldast frá árinu 1975 en undanfarin ár hefur hún staðið í stað.
Neysla grænmetis er mun minni en æskilegt getur talist út frá hollustu-
sjónarmiðum. Neysla ávaxta hefur minnkað að undanförnu miðað við
fæðuframboðstölur. Sykurneysla er mjög mikil á Íslandi borið saman við
önnur lönd. Hún hefur nánast verið óbreytt síðastliðna fjóra áratugi eða
sem samsvarar 1 kg á íbúa á viku. Gosdrykkjaneysla á þarna drjúgan þátt
en neysla þeirra hefur aukist mikið undanfarin ár og árið 1999 var hún
komin í 160 lítra á hvern íbúa á ári. Sælgætisneysla hefur einnig aukist.
3
VERKEFNI
Skoðaðu fæðuframboðstölur á heimasíðu Lýðheilsustöðvar.
Skrifaðu ritgerð (tvær bls.) um hvernig fæði þjóðarinnar hefur
breyst frá árinu 1960 og fram á okkar daga.
1,2,3,4 6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,...52
Powered by FlippingBook