Matur og menning - page 4

Fyrstu 1000 ár Íslandssögunnar lifðu Íslendingar á afar einhæfu fæði sem
einkenndist af matvörum úr dýraríkinu eins og kjöti, mjólkurmat og fiski.
Síðan óx innflutningur á korni og þar með neysla á vörum úr jurtaríki. Á
síðari hluta átjándu aldar tókst loks að kenna Íslendingum að rækta og
borða kartöflur og í framhaldi af því jókst smátt og smátt grænmetisræktun
hér á landi. Úr korninu og kartöflunum fengust kolvetni og trefjar og
C-vítamín og við það hopaði hinn illvígi sjúkdómur skyrbjúgur, en hann er
helsta einkenni C-vítamínskorts. Auk þess nýttu landsmenn fjallagrös, söl,
hvönn og ber.
Með auknum innflutningi komu vörur eins og kaffi, sykur og salt en með
tilkomu þess síðastnefnda gjörbreyttust varðveislumöguleikar fæðunnar.
Fram að þessu höfðu Íslendingar súrsað matinn, reykt, kæst og þurrkað til
að auka geymsluþol. En þegar salt fór að verða fáanlegt á sæmilegu verði
um miðja nítjándu öld opnaðist möguleikinn á að salta kjöt og fisk.
Á síðustu öld breyttist mataræðið ótrúlega mikið. Fyrri hluti aldarinnar ein-
kenndist af skorti á matvælum og skömmu eftir að seinni heimsstyrjöldin
hófst var tekin upp skömmtun á allri kornvöru hér á landi og síðar á fleiri
matvælum. Er líða tók á öldina óx innflutningur á ýmsum iðnaðarvarningi,
eins og t.d. kexi og morgunkorni, en mest varð aukningin eftir að Íslend-
ingar gengu í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) árið 1970. Íslenskur mat-
vælaiðnaður sér okkur einnig fyrir neysluvörum, enda er matvælaiðnaður
ein af stærstu greinum íslensks iðnaðar með rúm 50% af heildarveltu
í iðnaði ef fiskvinnslan er talin með. Neysla gosdrykkja og svaladrykkja
er mikil, brauð og kökur eru yfirleitt aðkeypt, ótrúlegur fjöldi tegunda af
mjólkurvörum er á boðstólum og tilbúnir réttir eru vinsælir, sérstaklega
meðal ungs fólks.
Ef skoðuð er gömul neyslukönnun sem gerð var hér á landi á árunum
1939–40 sést að þá komu um 45% af orkuinntöku meðalmanns frá fæðu
úr dýraríkinu. En samkvæmt annarri könnun frá 2002 hafði þetta hlutfall
lækkað niður í 35%.
matarmenning þjóðarinnar fyrr og nú
2
1,2,3 5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,...52
Powered by FlippingBook