Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

KENNARABÓK og líkaminn

TÓNLIST og líkaminn Kennarabók ISBN 978-9979-0-2926-7 © 2017 Ólafur Schram, Skúli Gestsson © 2017 teikningar Íris Auður Jónsdóttir Ritstjórar: Elín Lilja Jónasdóttir og Ingólfur Steinsson Nótnaskrift og hljóðvinnsla: Vilhjálmur Guðjónsson Faglestur: Helga Loftsdóttir og Linda M. Sigfúsdóttir , tónmenntakennarar Sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð fá Gunnar Hrafnsson og Gunnar Árnason. 1. útgáfa 2017 Menntamálastofnun Kópavogi Leturgerð í meginmáli Avenir 12 pt. Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Prentvinnsla: Prenttækni ehf. – umhverfisvottuð prentsmiðja Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höfunda og útgefanda.

Ólafur Schram og Skúli Gestsson Námsefni fyrir yngsta stig grunnskóla – KENNARABÓK og líkaminn

2 Efnisyfirlit Formáli . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Hjartað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4 Eyrun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Sjón . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Alls konar hljóð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Röddin . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Styrkur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17 Hendur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Fætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25 Hljóðfæraútsetning fyrir nemendur 30 Bein og tennur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31 Kroppaklapp . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Syngjum saman um líkamann . . . . . . . . . . . . . . . . . . 36 Líkaminn allur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41 Fylgiskjöl Bein . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42 Löng hljóð og stutt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Teikningar (til ljósritunar) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 44 Handhæg hljóð (lítil) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 51 Endurtekningarmerki . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52 Handhæg hljóð (stór) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Kengúrupúsl . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 56 Listi yfir hlustunarefni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57

3 Námsefni þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir yngstu bekki grunnskóla Höfundar sjá því þó ekkert til fyrirstöðu að nota það með yngri nemendum, þ e á leikskólastigi Efnið tekur mið af hæfniviðmiðum fyrir tónmennt samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla, greinasvið í tónmennt 2013, og er ætlað að kynna og vinna með helstu grunnþætti tónlistar Þá er eitt af markmiðum námsefnisins að tvinna saman tónmennt og líffræði mannsins á þann hátt að báðar greinar hagnist á samþættingunni Gaman væri ef samráð yrði haft við náttúrufræðikennara um samstarf Bókin skiptist í kafla sem hver og einn fjallar um eitt líffæri eða skynfæri líkamans s s hjartað, heyrn og sjón Hver kafli hefst á stuttum inngangi en á eftir fylgja misumfangsmikil verkefni sem má nota ein og sér eða hvert á eftir öðru Tengingar á milli tónlistar og líkamans eru sumar auðfundnar Hægt er að búa til tónlist án hljóðfæra með kroppaklappi og stappi, auk helsta hljóðfæris líkamans, raddarinnar Aðrar tengingar eru ef til vill ekki eins augljósar Bein og tennur hafa til dæmis þann eiginleika að vera hörð og því skoðum við hvernig hljóð geta verið hörð Þá eru bein misstór og því tilvalin til kynningar á lengdargildum í tónlist áður en nótnaskrift er kennd Þátttaka allra nemenda ætti að vera markmið tónmenntatíma í grunnskóla Hlutverk tónmenntakennarans er að virkja nemendur til að taka þátt og auka sjálfstraust um leið og færni er þjálfuð Víða í heiminum þykir sjálfsagt að allir hafi tónlist í sér frá fæðingu James Ferguson, prófessor í mannfræði, vann við rannsóknir í Lesóto í Afríku og var spurður af þorpsbúum hvort hann vildi ekki taka þátt í dansi og söng með þeim Þegar hann sagðist ekki kunna að syngja og dansa brugðust þorpsbúar ókvæða við „Geturðu ekki sungið? En þú getur talað! Og þú getur gengið, af hverju ættirðu ekki að geta dansað?“ Þannig er tilgangur þessa námsefnis ekki síst að færa tónmenntakennurum verkfæri sem gera nemendum fært að kynnast líkamanum í gegnum tónlist og tónlist í gegnum líkamann Ólafur Schram Skúli Gestsson Formáli

4 1–3 Hjartað (Nemendabók bls. 3) Í kaflanum er unnið með púls, takt og hraða í tónlist. Markmiðið er að nemendur skynji púls í ýmiss konar tónlist. Tímasetningar í tónlist, hvort sem það eru breytingar í tónhæð eða takti, reyna á eitt elsta svæði heilans, litla heila (cerebellum). Þegar við göngum eða hreyfum okkur eru taugar litla heilans virkar. Sömu taugar bregðast við þegar við hlustum á tónlist en ekki þegar við heyrum hávaða. Því má segja að við séum öll tilbúin að taka á móti og taka þátt í tónlist. Púls er að sjálfsögðu einn mikilvægasti grunnþáttur tónlistar og tónlistarþjálfunar og nafnið nátengt hjartanu og slætti þess. Við sláum púls þegar við göngum, þegar við stígum niður fæti eða sláum fingrunum í takt við tónlist. Í höll Dofra konungs – hreyfing, púls Markmið þessa verkefnis er að nemendur geti fundið púls í tónlist og þjálfist í að hreyfa sig í takt við hann. • Nemendur byrja á því að finna hjartslátt sinn á bringunni og reyna að finna eigin púls í kjölfarið, á háls eða úlnlið. Hjartað dælir blóðinu um allan líkamann og púlsinn finnst þar sem slagæðar liggja. • Útskýrið fyrir nemendum að tónlist eigi sér sams konar púls. Byrjið á að klappa með þulu eða vísu sem allir þekkja, t.d. Fljúga hvítu fiðrildin eða Fagur fiskur í sjó. • Nemendur hlusta á tóndæmi með augljósum púlsi, t.d. þar sem bassatromma slær fjórðapartsnótur. o Daft Punk – Around The World o Of Monsters And Men – King and Lionheart o Í höll Dofra konungs • Kynnið til sögunnar Pétur sem er að flýja undan tröllum. Sagan á bak við lagið fjallar um Pétur Gaut sem er að reyna að forða sér frá Dofra konungi og tröllum hans. Pétur móðgar dóttur

5 konungsins og það getur konungurinn ekki liðið. Hann sendir tröllin til að drepa Pétur. Tónlistin verður sterkari og hraðari eftir því sem á líður. Undir lokin er mikil óreiða og þegar laginu er lokið má spyrja nemendur hvort Pétur hafi sloppið eða ekki (hann sleppur). Sagan er úr leikriti Henrik Ibsens um Pétur Gaut en Grieg samdi tónlist við leikritið. Svipuð saga kemur reyndar einnig fyrir í Kjalnesinga sögu og í báðum tilfellum líklega sprottin af norskri þjóðsögu. • Ganga með tónlist – Spilið Í höll Dofra konungs af diski og biðjið nemendur um að ganga, nánast læðast, í takt við púlsinn – kennari getur spilað á handtrommu með tónlistinni til að skerpa á púlsinum. • Leyfið börnunum að velja hvort þau vilji vera tröll eða Pétur. • Þegar verkinu er lokið geta nemendur fundið fyrir hjartanu eða púlsi sínum á ný. Slær það hraðar? Já. Af hverju? Eftir hreyfingu eykst blóðflæðið og hjartað slær hraðar. Kennari getur slegið púlsinn með neðri línunni á myndinni en fagott og bassi skiptast á að spila hana í byrjun. Umræður (Nemendabók bls. 3) Hvar finnum við púls í umhverfi okkar? Á heimilum, í náttúrunni og í skólanum er hægt að finna mörg dæmi um „púls“. Hvar sem takturinn er reglulegur má segja að sé púls. Leyfið nemendum að velta þessu fyrir sér og jafnvel skrifa nokkur dæmi um það. Dæmin sem koma fram eru eflaust mismunandi en kennari getur aðstoðað nemendur með að nefna klukku, þvottavél eða bílvél. Önnur skemmtileg dæmi sem hægt væri að nefna eru sjórinn, tannburstun, hamarshögg, að sippa eða hlaupa á hlaupabretti. ° ¢ pp 44 44 & # # > . . . . . . . >. . >. . . . . . > . . . . > . . . . Í höll Dofra konungs Edvard Grieg ?# # . . . . . . . . . . . . . . . . œœœœœœœ #œœœnœnœœ œ#œœœœœœ œ œ œ œ œ ˙ œœœœœœœœœ œœœ œœœœ Edvard Grieg

6 4–9 Eyrun (Nemendabók bls. 4) Í þessum kafla er reynt á rýmisheyrn. Eyru okkar geta skynjað úr hvaða átt hljóð kemur, enda mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Við getum enn fremur greint í hvers konar rými hljóðið hljómar, hvort það er stórt eða lítið, hljómmikið eða hljómlítið. Leikur – finndu lagið þitt • Veljið stutt lög sem nemendur kunna vel (3–5 lög, t.d. Það er leikur að læra, Gamli Nói, Frost er úti …) • Texti laganna er skrifaður á blöð – annaðhvort allur textinn eða bara titillinn. • 3–5 söngvarar eru valdir til að flytja lögin, hver í sínu horni í stofunni – hver með sitt lag (ef nemendur eru feimnir mættu þeir jafnvel vera í pörum). Hinir eru hlustendur. • Hvert lag er sett á nokkur blöð (jafnmörg nemendum eða fleiri) og svo sett í poka. • Nemendur sem eru hlustendur draga eitt blað og kíkja á lagið sem þeim hefur verið úthlutað. • Þá eru ljósin slökkt eða bundið fyrir augun á hlustendum og söngvarar byrja að syngja þegar kennari segir. • Hlustendur eiga að finna sitt lag og klára að syngja það með söngvaranum. • Skiptið svo um hlutverk. Í hvaða hljóðfæri heyrum við? (Nemendabók bls. 4) Nemendur merkja við rétt hljóðfæri og setja tölustafi við þau í þeirri röð sem þau heyrast. Hægt er að flytja tónlist í rauninni hvar sem er. Þegar sagan er skoðuð má sjá hvernig tónleikastaðir hafa oft mótað tónlistina sem þar er spiluð. Til dæmis geta orgel í stórum kirkjum Evrópu spilað tóna sem lifa í nokkrar sekúndur eftir að organisti lyftir fingrunum af hljómborðinu.

7 Tónleikasalir fyrir sinfóníuhljómsveitir eru einnig gæddir þessum eiginleikum en þegar kemur að rokktónlist og pönki má segja að hljómurinn hafi lagað sig að þeim stöðum þar sem tónlistin var fyrst spiluð, litlum rýmum eins og bílskúrum eða þröngum knæpum. Hvar erum við? (Nemendabók bls. 5) Í hljóðdæmunum eru upptökur úr ólíkum rýmum – í helli (þverflauta), baðherbergi (trommur), utan dyra (fiðla) og í kirkju (rödd). Nemendur tengja hljóðfæri við rétt rými á myndum. Skrefinu lengra Hægt væri að fara með nemendahópinn um skólann og jafnvel út til að skoða hversu lengi hljóðin lifa í ólíkum rýmum. Slökunarverkefni Nemendur leggjast hljóðir á gólfið og ljósin eru slökkt. Biðjið börnin að hlusta vel á hvað þau heyra í þögninni. Heyra þau andardrátt sinn? En þess sem er við hliðina? Biðjið þau að prófa að setja fingurna í eyrun og hlusta svo á andardráttinn. Undirbúið nemendur fyrir hlustunardæmið með því að kynna verkið sem ferð um líkamann. Farið er með hljóðnema um allan líkamann þar sem hjartsláttur, andardráttur, melting og garnagaul koma við sögu. Hlustið á verkið saman og spyrjið nemendur hvað þeir heyrðu. 10–13 14

8 Sjón (Nemendabók bls. 6) Myndræn framsetning á tónlist getur verið mismunandi. Nótnaskriftarkerfið þróaðist upp úr miðöldum og varð helsti varðveislumáti tónlistar þangað til upptökutæknin ruddi sér til rúms. Ríkjandi kerfi í nótnaskrift gefur okkur góða mynd af takti og tónhæð en síður þegar tákna á blæ eða hljóðmynd. Tónskáld hafa þó farið aðrar og nýstárlegri leiðir til að skrá niður sín verk og sérstök athygli er vakin á grafískri nótnaskrift György Ligeti. Verkið Artikulation mætti sýna nemendum. Fyrst mynd af grafísku nótnaskriftinni án tónlistar og svo með tónlistinni en myndband af því er að finna á internetinu (leitarorð: Ligeti – Artikulation – graphic notation). Einnig gæti verið gaman fyrir kennara að velta fyrir sér hugtakinu tónlist fyrir augun (úr þýsku Augenmusik) ásamt nemendum. Í þessum kafla notum við grafíska nótnaskrift til að skapa tónverk og til að hjálpa nemendum að skilja hugtök eins og tónstyrk og tónhæð. Tónsköpun – tónaröð Efni: Steinar, skeljar, laufblöð, hljóðfæri • Nemendur tína saman steina, skeljar og laufblöð. Ágætt er að kennari setji takmörk fyrir stærð hlutanna, þ.e. hversu stórir steinarnir eiga að vera. Utandyra er hægt að gera stærra verk ef veður leyfir og væri þá sniðugt að nota trjágreinar, stórgrýti eða jafnvel útilistaverk til að semja tónverk. • Þegar öllu hefur verið safnað saman skal hefjast handa við að hreinsa og þurrka efniviðinn. Ef tími er knappur er hægt að notast við aðra hluti, t.d. blýanta, strokleður, bréfaklemmur o.s.frv. • Þegar nemendur koma í tónmenntastofuna vinna þeir saman í litlum hópum við að búa til tónverkið sitt. • Hver hópur ákveður hvaða hljóð tilheyrir hverjum hlut. • Í nemendabók á bls. 6 er tafla sem nemendur fylla út. Í fyrri dálkinn skrá þeir heiti hlutarins en í þann seinni hvaða hljóðfæri hann táknar. Þannig getur steinn verið nóta á stafspili, laufblað getur verið slag á tamborínu og skel verið klapp.

9 Upp og niður – tónhæð (Nemendabók bls. 7) Markmiðið með þessu verkefni er að skýra hugtakið tónhæð á sjónrænan hátt. • Myndin í nemendabók er af fjalli og passar við lagið Upp, upp, upp á fjall. • Hvernig breytist tónninn þegar við förum upp á fjallið? Verður hann hærri eða lægri? • En þegar við förum ofan af fjallinu? Niður stigann Mynd á bls. 7 í nemendabók sýnir stiga en þrepin minnka eftir því sem ofar er farið. Sama lögmál gildir um tónana í stafspilum; er tónarnir minnka verður tónhæðin meiri. Þessi skýring er tilvalin til að æfa nemendur í að tala um „hærri“ og „lægri“ tóna. Efst í stiganum er maður sem þarf að komast niður. Við ætlum að hjálpa honum. Til að byrja með skrifum við bókstafi í þrepin. Kennari stýrir hvaða bókstafir það eru, eftir því sem hentar hverju sinni. Hér er gengið út frá stafspilum þar sem A er hæsti tónninn. • Efsta þrepið er merkt A, næsta G, þriðja F og það neðsta E. • Til að hjálpa manninum niður ætlum við að spila á hljóðfærin. Kennari bendir á líkindin með stærð þrepa og tóna í stafspilum. • Prófið að spila þrepin, nemendur finna réttu nóturnar. Kennari getur beðið þá um að taka aðrar nótur úr spilunum. • Maðurinn efst á myndinni er með tvo fætur og þess vegna spilum við tvisvar á hverja nótu. • AA GG FF EE. • Þegar hann er kominn niður kemur annar maður, svo sá þriðji og svo koll af kolli. • Nemendur ættu að æfa sig að spila þetta þrástef undir púlsslætti kennarans, allir samtaka.

10 Sérðu hvaða tónverk þetta er? – Tónhæð (Nemendabók bls. 8) Kennari spilar þekkt tónverk á diski og leyfir nemendum að spreyta sig á byrjunarstefjum þeirra. Myndirnar í nemendabók sýna tónhæðina og nemendur eiga að finna út hvort tónarnir hækka eða lækka. Nemendur merkja við myndirnar í þeirri röð sem verkin heyrast. Fimmta sinfónía Ludwig van Beethoven, Vorblótið eftir Igor Stravinski, Toccata og fúga í dmoll eftir Johann Sebastian Bach, Eitt lítið næturljóð eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 15–18 19–20 Vísur Vatnsenda-Rósu (Nemendabók bls. 9) Rósa Guðmundsdóttir Jón Ásgeirsson/íslenskt þjóðlag Aug D‹ - un mín A5 og aug B¨Œ„Š7 - un þín, ó, C þá fögr B¨ - u stein A5 - a. Mitt D‹ er þitt E¨ og þitt D‹/F er D‹7/F mitt. G Þú A‹ veist hvað G‹ ég D‹/F mein C‹/E¨ a. D - 5 Langt D er síð A/D - an sá GŒ„Š7/D ég hann sann DŒ„Š7 - leg - a fríð G/D - ur var DŒ„Š7 hann. 9 Allt GŒ„Š7/D sem prýð A/D - a má B‹/D einn mann, mest DŒ„Š7 af lýð B‹/D - um bar A5 hann. 13 Þig D‹ ég treg A5 - a mann B¨Œ„Š7 - a mest, mædd C af tár B¨ - a flóð A5 - i. 17 Ó, D‹ að við D‹7 hefð E¨ - um aldr D‹/F ei D‹7/F - sést G elsk A‹ - u vin G‹ ur D‹/F - -inn góð C‹/E¨ i. D - 21 44 43 44 42 44 43 44 42 44 42 44 43 44 42 44 44 &b Vísur Vatnsenda-Rósu Jón Ásgeirsson/Íslenskt þjóðlag Rósa Guðmundsdóttir &b # # & # # & # # b &b &b œœœœœœ œœœ œœœœœœ œœ œœœœœœœ œ˙ œœœœœœœœ˙™ œ œ œœœœ œœœœœ œ œœœœœœ œ œ œ œ œœœœ œœœ œ˙ œœœœœœœœ œ œ œœœœœœ œœœ œœœœœœ œœ œj‰œœœœœœ œ œ œ Œ œ œ œœœœ œœ˙™

11 Kengúrupúsl Franska tónskáldið Saint Saens samdi tónverkið Karnival dýranna árið 1886 sem átti eftir að verða eitt af hans þekktustu verkum. Það er vinsælt til að kynna börnum heim sígildrar tónlistar enda segir verkið skemmtilega sögu er túlka ákveðin dýr eða fyrirbæri sem fá að taka þátt í hinu mikla karnivali. Nemendur hlusta á kaflann þar sem kengúrurnar koma við sögu. Þeir vinna tveir til þrír í hóp og raða laginu rétt saman. Púsl með grafískri nótnaskrift af Kengúrunni fylgir með til ljósritunar, kennari ljósritar og klippir út. Sjá fylgiskjal bls. 56. 21 Dansaðu við lagið (Nemendabók bls. 10) • Lesið með nemendum fyrstu tvær efnisgreinarnar á blaðsíðu 10 og ræðið um mismunandi hljóð. • Gjarnan má ræða um ólíkar tilfinningar sem mismunandi hljóð vekja, t.d. ótta, gleði og spennu. • Í tengslum við löng hljóð og stutt má gjarnan ræða hvernig sama orðið getur breytt um merkingu eftir því hvernig það er sagt. T.d. þegar börn eru skömmuð er það oft sagt stutt og ákveðið en þegar kallað er á einhvern í mat er það frekar gert með löngu kalli. • Ræðið hvernig tónlist hefur mismunandi áhrif eftir því hvort hún er hröð eða hæg, með stuttum eða löngum tónum. • Spilið brot úr Ungverskum dansi eftir Jóhannes Brahms í flutningi Rússíbananna. • Leyfið nemendum að dansa frjálst á meðan þeir hlusta á lagið og hvetjið þá til að hlusta eftir mislöngum tónum þess og túlka þá í hreyfingum sínum. 22 Alls konar hljóð (Nemendabók bls. 10) Þessi kafli er sjálfstætt framhald kaflans um eyru og heyrn. Hér er megin áherslan á mismunandi lengd hljóða og tóna. Unnið er með lengdargildin með því að kynna einfalda gerð grafískrar nótnaskriftar þar sem nemendur skapa sjálfir tákn fyrir mislöng hljóð.

12 Verkefni • Ljósritið og klippið út átta renninga með „löngum og stuttum hljóðum“ á bls. 43 hér í þessari bók. Setjið útklipptu myndirnar í poka eða skál. • Hafið eitt ásláttarhljóðfæri tiltækt þar sem hægt er að stjórna lengd hljóðsins t.d. þríhorn eða málmgjöll. • Sitjið með nemendum í hring á gólfinu með skálina/pokann í miðju hringsins. • Sýnið nemendum hljóðmyndir í kennarabók og leikið tvær eða þrjár þeirra á ásláttarhljóðfæri. Biðjið nemendur að giska á hvaða hljóðmynd þið lékuð. • Syngið lagið Sum hljóð með nemendum og látið um leið lítinn grjónapoka, eða annan hlut sem fer vel í hendi, ganga hringinn. • Þegar laginu lýkur á sá sem heldur á hlutnum (sem var látinn ganga) að draga eina „hljóðmynd“ úr skálinni/pokanum og reyna að leika hljóðmyndina á hljóðfærið í miðju hringsins. Nemandinn þarf að gæta þess að aðrir sjái ekki hvaða hljóðmynd hann dró. • Aðrir nemendur eiga svo að horfa á myndirnar af hljóðmyndunum úr kennarabókinni og giska á hvað viðkomandi lék. • Þá er lagið sungið aftur og eins oft og þurfa þykir eða þangað til allir hafa fengið að spreyta sig einu sinni. Ef hluturinn stoppar hjá einhverjum sem hefur áður spilað er ágætt að hafa þá reglu að sá sem er honum næstur til hægri og hefur ekki spilað, fái að draga mynd. 23–24 Sum C hljóð er- u stutt og sum A‹ hljóð er-u löng. En hvað F -a hljóð heyr-ist eft-ir þenn G -an söng? C 44& Sum hljóð Ólafur Schram œ œ œœœœ‰œj œ œ œœ œœ‰œj œjœ œj œ œœœ œ œ œŒ Sum hljóð Ólafur Schram Löng hljóð og stutt

13 Mitt eigið tónverk (Nemendabók bls. 11) Nemendur þurfa: • Litaðan pappír til að rífa niður • Límstifti Í þessu verkefni skapa nemendur sitt eigið hljóðverk þar sem þeir rífa pappírsbúta í mismunandi lengdir og líma inn í verkefnabókina sína. Þannig búa þeir til mjög einfalda grafíska nótnaskrift þar sem fyrst og fremst er unnið með lengdargildin. • Hver nemandi fær litaðan pappír t.d. hálft A4 blað. • Hann á svo að rífa það niður í mislanga búta sem passa inn í reitina á bls. 11 í nemendabók. • Leyfið nemendum að lokum að flytja verkin sín fyrir aðra í hópnum. Í vinnu sem þessari er mikilvægt að auka skilning nemenda á tónlistarlegum þáttum sem skipta máli við tónsköpun og leggja grunn að frekari vinnu með grafíska nótnaskrift. Það er um að gera að ræða hvort þeir vilji nota þagnir í sínum verkum og þá hvernig sé best að sýna þær. Einnig hvort það hljómi vel eða illa að endurtaka munstur t.d. stutt, stutt, langt. Val á hljóðfæri skiptir líka miklu máli og þurfa nemendur að gæta þess að hljóðfærið sem þeir velja fyrir verk sitt geti leikið þau mislöngu hljóð sem koma fyrir í verkinu. Skrefinu lengra Semjið með nemendahópnum eitt stórt hljóðverk með sams konar aðferð og lýst er hér á undan en fyrir fleiri hljóðfæri. Hvert hljóðfæri er þá túlkað með ákveðnum lit. T.d. þríhorn – blár pappír, málmgjöll – gulur, hrista – grænn o.s.frv.

14 Röddin (Nemendabók bls. 12) Röddin er okkar innbyggða hljóðfæri. Með henni byrjum við að tjá okkur, fyrst með hljóðum en síðar með tónum og orðum. Tjáning með þessum innbyggða hljóðgjafa er okkur eðlileg. Í þessum kafla er unnið með röddina sem tjáningartæki og hljóðfæri en sérstök áhersla er lögð á hljóðstyrk. Dýrahljóð Þessi leikur snýst um að herma eftir dýrahljóði á sama tíma og nemendur hlusta eftir sams konar hljóðum samnemenda sinna. • Nemendur raða sér í hring. • Kennari hvíslar í eyra hvers og eins nemanda einu af eftirfarandi dýraheitum: hani, krummi, hundur, svín. Nemendur dreifa sér um stofuna. • Þegar kennari gefur merki eiga nemendur að gefa frá sér hljóð þess dýrs sem hvíslað var í þeirra eyra og fara í samsvarandi hóp. • Sá hópur sem er fyrstur til að sameinast hættir að gefa frá sér hljóð og réttir upp hendur. Han F5 - i, krumm - i hund ur, - svín, hest B¨5 - ur, mús titt - ling C - ur, C7 - gal F5 - ar, krunk- ar, gelt - ir hrín, gneggj B¨5 - ar, tíst - ir, syng F/C C7 ur. F - 5 44 43 44 42 44 43 44 &b Hani, krummi, hundur, svín Íslenskt þjóðlag Texti: Gunnar Pálsson &b œœœœœ œœœ œœœœœ œœ œœœœœœ œœœ œ œœœœ˙ ˙ w Hani, krummi, hundur, svín Íslenskt þjóðlag Texti: Gunnar Pálsson 25–26

15 27–30 Röddin könnuð Í þessum stutta leik er röddin könnuð með því að beita sem flestum og ólíkum blæbrigðum og styrk. Spyrjið nemendur spurninga sem þeir svara með sams konar rödd og þið beitið. Kennari Nemendur Hver er með djúpa rödd? Ég er með djúpa rödd! Hver er með innirödd? Ég er með innirödd! Hver er með hvíslurödd? ... ... mjóa rödd? … ... hrópandi rödd? … ... skræka rödd? … ... öskrandi rödd? … Í kjölfar þessa leiks er tilvalið að ræða við nemendur um það hvenær passi eða henti að nota þær raddir sem æfðar voru í leiknum. Raddstyrkur (Nemendabók bls. 13) Nemendur hlusta á hlustunardæmin og tengja myndirnar við orðin veikt, meðalsterkt og sterkt. Ræðið táknin p, mf og f og fyrir hvað þau standa. Gjarnan má ræða hvort einhver söngvaranna syngi jafnvel mjög sterkt eða mjög veikt og eins hvort einhver syngi bæði sterkt og veikt. Narfi með Skálmöld. Stál og hnífur með Bubba Morthens. Sofðu unga ástin mín með Hafdísi Huld. Je veux vivre úr Rómeó og Júlíu eftir Gounod með Önnu Netrebko. f sterkt mf meðal sterkt p veikt

16 Gettu hver ég er! Einn nemandi er valinn og bundið fyrir augun á honum og hann staðsettur á góðum stað í kennslustofunni t.d. fremst. Annar nemandi er svo valinn til að fara með eftirfarandi þulu: Þú mig þekkir ekki, því að ég þig blekki. Reyndu að geta hver ég í ósköpunum er. Sá sem fer með þuluna reynir að breyta röddinni þannig að ólíklegt sé að sá sem er með bundið fyrir augun geti þekkt hann af röddinni. Að fela hlut • Fáið sjálfboðaliða til að fara fram á gang meðan lítill hlutur (t.d. lítill steinn) er falinn einhvers staðar í stofunni. • Gætið þess að allir aðrir viti hvar hluturinn er. • Um leið og sá sem fór fram kemur inn til að leita að hlutnum fer hópurinn að syngja lag, t.d. Óskasteina. Ef sá sem leitar er langt frá hlutnum er sungið veikt en ef hann nálgast er sungið með vaxandi styrk og með minnkandi styrk ef viðkomandi fjarlægist hlutinn. Ef nemandinn er nálægt er sungið mjög sterkt. • Söngnum er hætt um leið og viðkomandi finnur hlutinn.

17 Styrkur (Nemendabók bls. 14–15) • Farið með nemendur út á gang skólans, út á skólalóð eða annan stað þar sem rými er gott. • Biðjið einn eða nokkra saman að fara langt frá hópnum og syngja lag t.d. Krummi krunkar úti. Síðan gengur nemandinn syngjandi til hópsins. Hópurinn leggur við hlustir og heyrir hvernig styrkurinn breytist. • Einnig skuluð þið biðja einhvern að hefja söng hjá hópnum og ganga svo í burtu og athuga hvernig hljóðið breytist. Þá má skipta nemendum í tvo hópa sem byrja báðir að syngja langt hvor frá öðrum. • Ræðið hvað gerist, hvað heyrist og hvort við eigum orð sem lýsa því hvernig styrkur söngsins breyttist. Ræðið orðin vaxandi og minnkandi. Krumm G - i krunk - ar út i, - kall A‹/C - ar á nafn D - a sinn: G „Ég G fann höf uð - af hrút i, - hrygg A‹/C og gær D - u skinn. G - G/F© 5 Komd E‹ - u nú E‹/D og kropp C©Ø7 að - - u með A7 mér krumm D - i nafn D7 - i minn, G G/F© 9 komd E‹ - u nú E‹/D og kropp C©Ø7 að - - u með A7 mér krumm D - i nafn D7 - i minn.“ G 13 68 & # Krummi krunkar úti Íslenskt þjóðlag Gamall húsgangur & # & # & # œ œ j œ œ œ œ™ œ™ œ œ œ œ œ œ œ™ œ™ œ œ j œ œ œ œ™ œ™ œ œ j œ œ œ œ™ œ ‰ œ œJœœœ œœœœœœ œ œjœœœ œ™ œ ‰ œ œJœœœ œœœœœœ œ œjœœœ œ™ œ ‰ Krummi krunkar úti Íslenskt þjóðlag

18 Styrkleikabreytingar • Lesið og skoðið textann á bls. 14 í nemendabókinni. Ræðið við nemendur hvernig þeir haldi að eigi að syngja Krummi krunkar úti með þeim leturbreytingum sem eru í bókinni. • Syngið með nemendum Krummi krunkar úti eins og vísan er skrifuð í bókinni þannig að styrkleiki söngsins fylgi stærð letursins. • Nemendur teikna sjálfir tákn fyrir vaxandi og minnkandi styrk við texta lagsins Í skólanum, í skólanum á bls. 15. Sköpun Röddin okkar getur skapað ótrúlega fjölbreytt, skemmtileg og skrítin hljóð. Hún er í raun hljóðfæri sem við höfum frá fæðingu gert tilraunir með og þó að við notum hana fyrst og fremst til að tala og syngja má líka nota hana í að herma eftir hljóðum úr umhverfi okkar. Í þessu verkefni er röddin notuð til að líkja eftir veðrahljóðum eða hljóðum sem heyrast gjarnan í ákveðnum kringumstæðum. Í skól F - an-um, í C/E skól D‹ - an um F/C - er skemmt G‹ -il egt, C7 - að ver C7/E a. F - Við lær - um þar FŒ„Š7 að les G‹7 - a strax og leir C7 - inn hnoð - um eins F -og vax. Í C 5 skól D‹ - an-um, í C/E skól F - an-um er skemmt G‹ -il egt C7 - að ver C7/E a. F - 9 43 &b Í skólanum er skemmtilegt að vera J. Knuth &b &b œ j œ™ œ œ™ œ j œ™ œ œ™ œjœœœ œ œ œ ‰œJ œ œ œ™ œJ œ œ œ™ œJ œ œ œ™ œJ œ œ œ ‰ œ j œ™ œ œ™ œ j œ™ œ œ™ œ j œ œ œ œ œ œ Œ Í skólanum J. Knuth Höfundur ókunnur

19 Í fylgiskjölum á bls. 44–50 eru teikningar til ljósritunar af ólíkum veðrabrigðum sem nemendur eiga að túlka með röddinni. Kennari ljósritar tvö eintök af hverri veðramynd. – Rigning sem fellur í polla, bls. 44 – Tré í vindi, bls. 45 – Sól og blíða með syngjandi fuglum, bls. 46 – Hvirfilbylur, bls. 47 – Skafrenningur, bls. 48 – Þrumur og eldingar, bls. 49 – Gengið í slabbi, bls. 50 • Leggið tvö nemendaborð á hliðina og látið brúnir þeirra snertast þannig að tveir nemendur geti falið sig á bak við þau. • Setjið eina af hverri veðramynd á gólfið fyrir framan nemendahópinn. • Setjið hinar veðramyndirnar í bunka og geymið hann fyrir aftan nemendaborðin tvö. • Sitjið í hring með nemendum og syngið lagið Hvernig er veðrið í dag? Á meðan lagið er sungið koma tveir fyrstu nemendurnir sér fyrir bak við borðin og draga eina mynd úr bunkanum. • Þegar laginu er lokið eiga nemendurnir tveir að túlka veðrið á • myndinni sem þeir drógu með röddinni. Nemendahópurinn hlustar á og fær svo að giska á hvaða mynd sé verið að túlka. Hvern F -ig er veðr A‹/E ið - í dag? D‹ D‹7/C Er nú rign B¨ - ing, snjór C eð - a sólsk F - in? B¨/C C Hvern F -ig er veðr ið A7 - í dag? D‹ D‹7/C Við skul-um hlusta´ G‹7 á hvern C -ig það er! F 5 44 &b Hvernig er veðrið í dag? Ólafur Schram &b œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ Œ Œ œ™ œ œ œ œ œ™ œ œ j œ™ Ó œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ Œ ‰™ œ r œ™ œ œ œ œ™ œ œ œ Œ Ó Hvernig er veðrið í dag? Ólafur Schram

20 Hendur (Nemendabók bls. 16) Við hvers konar tónlistariðkun, að söng undanskildum, leika hendurnar lykilhlutverk. Þær notum við til að leika á hljóðfærin okkar hvort sem við sláum á píanónótur, strjúkum gítarstrengi, berjum trommur eða breytum loftstreymi blásturshljóðfæris með fingrunum. En hendurnar má að sjálfsögðu nota sem hljóðfæri og þannig hafa þær sjálfsagt verið notaðar frá upphafi tíða. Í þessum kafla er unnið með hendurnar sem hljóðgjafa á skapandi hátt og nemendur hvattir til að búa til ný og óvenjuleg hljóð með þeim. Fingraþula Margar skemmtilegar fingraþulur eru til á íslensku sem foreldrar hafa kennt börnum sínum í áranna rás. Fingraþulur eru oftast einhvers konar saga þar sem nöfn fingranna koma stundum fyrir. Ólíkir fingur eru þannig notaðir til að auðvelda barninu að læra þuluna. Á bls. 16 í nemendabók er ein slík. Farið með þuluna með nemendum og spyrjið hvort þeir þekki fleiri fingraþulur. Einhver dæmi eru til um að fingraþulur séu sungnar en oftast er notuð ákveðin hrynjandi. Það er því kjörið að ræða við nemendur hvort þulur eigi eitthvað skylt við rapptónlist. Í fyrstu finnst líklega flestum himinn og haf á milli en þegar nánar er athugað byggist hvortveggja á að fara með rímaðan texta í ákveðinni hrynjandi. • Spyrjið nemendur hvort einhver treysti sér til að rappa fingraþuluna í nemendabók. • Ef ekki má gjarnan skipta þulunni á milli nokkurra nemenda. • Aðrir í hópnum geta búið til undirspil með kroppaklappi eða með því að „bítboxa“ (búa til trommuhljóð með munninum t.d. pumm, tss, pumm, pumm, tss). • Í rapplögum er algengt að erindi séu röppuð en viðlögin sungin. Það getur því verið skemmtilegt að semja laglínu fyrir seinni hluta vísunnar sem nokkurs konar viðlag við rappaðan fyrrihlutann.

21 31–32 Hægri hönd og vinstri hönd Hægr D‹ - i hönd og vinstr - i hönd og báð A - ar hend - ur lær D‹ - in svo. Hægr D‹ - i hönd og vinstr - i hönd og báð A - ar hend - ur lær D‹ - in svo. 3 Tramp, G‹ tramp, tramp. Tramp, D‹ tramp, tramp. Einn, A7 tveir, þrír, fjór, fimm, D‹ sex, sjö. 5 Tramp, G‹ tramp, tramp. Tramp, D‹ tramp, tramp. Einn, A7 tveir, þrír, fjór, fimm, D‹ sex, sjö. 7 La, D la, la, la, la, la, la. A7 9 La, A7 la, la, la, la, la, la. D 11 La, D la, la, la, la, la, la. A7 13 La, A7 la, la, la, la, la, la. D 15 44 &b Hægri hönd og vinstri hönd Rússneskt lag &b &b &b # # & # # & # # & # # & # # œœœœœœœœ œœœœœœœ œœœœœœœœ œœœœœœœ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ œ ˙ ‰ œJ œ œ ˙ œ œ ˙ ‰ œJ œ œ ˙ œ œ ˙ ‰ œJ œ œ ˙ œ œ ˙ ‰ œ j œ œ œ Œ Rússneskt lag

22 Hendurnar búa til hljóð (Nemendabók bls. 17) Þessi leikur snýst um að nemendur uppgötvi þau ólíku og fjölbreyttu hljóð sem hægt er að framkalla með höndunum einum. Gott er að kennari leiki undir á gítar eða ukulele svo hann geti setið með nemendum meðan á leiknum stendur en einnig er auðvelt að syngja lagið án undirleiks. Hendurnar búa til hljóð 33–34 Syngið lagið með nemendum og kennið hreyfingarnar um leið. Nemendur standa tveir og tveir, hvor á móti öðrum. • Hægri hönd og vinstri hönd – nemendur slá saman, fyrst hægri svo vinstri hönd. • Og báðar hendur – báðum höndum slegið saman tvisvar. • Lærin svo – báðum höndum slegið þrisvar á eigin læri. Allt endurtekið. • Tramp, tramp, tramp. Tramp, tramp, tramp – fótum stappað á hverju trampi. • Einn, tveir, þrír, fjór, fimm, sex, sjö – höndum krækt saman og einn hringur dansaður. Endurtekið frá Tramp, tramp, tramp. • La, la, la ... – nemendur dansa frjálst. • Í lok La-kaflans finna nemendur sér nýjan félaga. Hend E -urn - ar bú - a til hljóð sem okk B - ur finnst öll ver - a góð því hend E - urn - ar bú A - a til hljóð sem all E - ir get B - a heyrt. E 3 44 & # # # # Hendurnar búa til hljóð Ólafur Schram & # # # # œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œ œ œ œ œ œ œ œ œ™ œœœœœœ œœœœœ Œ Ólafur Schram

23 • Sitjið í hring með nemendum. Leyfið nemendum að kanna hvað þeir geta búið til mörg mismunandi hljóð með því að nota bara hendurnar. • Látið hlut sem fer vel í lófa t.d. grjónapoka ganga hringinn meðan þið syngið Hendurnar búa til hljóð. • Þegar lagið hefur verið sungið einu sinni er stoppað og þá á sá sem heldur á hlutnum að búa til hljóð með höndunum. Þetta getur verið klapp, fingrasmellur, lófum strokið eða hvaða hljóð sem er svo framarlega sem það er framkallað með höndunum. Leggið áherslu á að nemendur noti ekki aðra líkamsparta eins og að slá sér á lær eða bringu. • Þegar viðkomandi hefur framkallað hljóðið sitt endurtaka það allir. • Þá er lagið sungið aftur og einhver annar fær að búa til nýtt hljóð og svo koll af kolli. Ekki má búa til hljóð sem áður hefur verið gert. Hafið samt í huga að klapp getur verið margs konar og um að gera að leyfa nemendum að koma með aðra útgáfu af klappi en áður hefur verið reynd t.d. með kúptum lófum eða fingrum sundurglenntum. Hljóðsköpun (Nemendabók bls. 17) Í þessu verkefni er unnið með grafíska nótnaskrift og tónsköpun. Undirbúningur: Ljósritið myndirnar af handhægum hljóðum á bls. 54–55 í kennarabók og klippið hverja mynd út. Betra að ljósrita fleiri en færri. Sjá einnig ramma með endurtekningarmerkjum bls. 52–53. • Sitjið í hring með nemendum og sýnið þeim myndir af handhægum hljóðum, eina í einu og leyfið þeim að spreyta sig á þeim. • Raðið svo myndunum á gólfið í hringnum þannig að allir sjái allar myndirnar. • Leyfið átta nemendum að velja myndir og raðið þeim í rammana. • Spyrjið nemendur hvort þeir viti hvað tvípunktarnir við enda neðri rammans þýði (endurtekningarmerkið). • Æfið nú hið nýja hljóðverk með nemendahópnum. • Kynnið svo fyrir nemendum verkefnið á bls. 17 í nemendabók.

24 Í verkefninu eiga nemendur að klippa út myndirnar af handhægum hljóðum (lítil), sjá fylgiskjal bls. 51. Einnig geta þeir skapað sín eigin hljóð og teiknað myndir af þeim til að nota í sitt hljóðverk. Nemendur geta unnið þetta sem einstaklingsverkefni eða í pörum. Skrefinu lengra Hægt er að búa til nokkurs konar rondo úr tónsköpun nemenda. Þá getur hljóðverkið sem hópurinn vann í upphafi saman verið A-kafli og hljóðverk nemenda verið hinir kaflarnir (B, C, D o.s.frv.). A-kaflinn væri þá alltaf fluttur af hópnum á milli hinna kaflanna sem höfundar þeirra flyttu. • Klapp • Smella fingrum • Strjúka saman lófum • Hrista hendur án þess að þær snertist • Klóra inn í lófa • Skella saman lófum með fingur flækta eins og þegar greipar eru spenntar. • Klapp með kúpta lófa • Kýla saman krepptum hnefum • Slá krepptum hnefum til skiptis ofan á hvorn annan

25 Fætur (Nemendabók, bls. 18–19) Tilvalið er að vinna með og kynna takt með fótum. Gott er að tengja vinnu með takt og fætur við umfjöllun um púls í kaflanum um hjartað á bls. 3 í nemendabók, 4 í kennarabók. Klapp og stapp Í þessu verkefni eru þrí- og fjórskiptir taktar kynntir og æfðir. • Hlustið með nemendum á lagið Litla flugan. • Spyrjið nemendur hvort það passi betur að telja upp að þrem eða fjórum til að vera í takt við lagið. • Syngið nú lagið og stappið um leið á fyrsta og þriðja slagi hvers takts en klappið á öðru og fjórða slagi. 35–36 Ólafur Haukur Símonarson All D - ir haf - a eitt E7 hvað - til að gang A7 - a á. D Teygð D -u fram löpp E7 - in - a og ™ ™ lof A mér að sjá. D lof A mér að sjá. D Fíll B‹ -inn hef - ur feit - ar tær, 1. 2. 4 ljón E‹ ið - hef- ur lopp F©/E -ur tvær, mús B‹/D -in hef- ur marg B‹ -ar smá-ar en orm E‹/G -ur-inn hef- ur ans F© - i fá- ar. 7 1 82 44 & # # Allir hafa eitthvað til að ganga á Ólafur Haukur Símonarson & # # Fine & # # Fiskurinn hefur fína ugga, flóðhesturinn engan skugga, krókódíllinn kjaftinn ljóta, sá er klár að láta sig fljóta. En allir hafa... Á vængjum fljúga fuglarnir, á fótunum ganga trúðarnir, á hnúunum hendast aparnir, á rassinum leppalúðarnir. En allir hafa... U œ œj œ œj#œ œj œ œ j nœ™ œ œ j œ™ Œ™ œ œ j œ™ #œ œ j œ œ j nœ œ j œ œ j œ™ Œ™ œ œ j œ œ j œ™ Œ™ œ œ œ œ œ œ œ œœœœœœœ œœœœœ œœœœ œœœœœœœœœ Allir hafa eitthvað til að ganga á Fiskurinn hefur fína ugga, flóðhesturinn engan skugga, krókódíllinn kjaftinn ljóta, sá er klár að láta sig fljóta. Allir hafa … Á vængjunum fljúga fuglarnir, á fótunum ganga trúðarnir, á hnúunum hendast aparnir, á rassinum leppalúðarnir. Allir hafa …

26 • Hlustið nú á Kátir voru karlar og ræðið hvort passi betur að telja upp að þrem eða fjórum til að vera í takt við lagið. • Syngið lagið og stappið á fyrsta slagi hvers takts en klappið á öðru og þriðja slagi. • Kynnið nú verkefnið á bls. 19 í nemendabók þar sem nemendur eiga að tengja heiti laga við mynd af þrí- og fjórskiptum töktum. Tóndæmin fyrir verkefnið eru lögin: Bátasmiðurinn, Göngum göngum, Heyrðu snöggvast, Snati minn og Gull og perlur. Sigfús Halldórsson Læk G - ur tif - ar létt um máð - a stein - a. Lít - il fjól - a grær E7 við skrið-u fót. A‹ - Blá-skel ligg- ur brot-in mill - i hlein D - a. Í bæn D7 -um hvíl - ir ít - ur-vax - in snót. G 5 Ef ég vær-i orð in lít - il flug - a, ég inn um glugg-ann þreytt E7 -i flug ið - mitt, A7 og 9 ™ ™ þó D ég ei til ann-ars mætt - i dug - a, ég ef A‹ -laust gæt - i kitl D7 að - nef ið - þitt. G D7 1. 13 þitt. G E7 Ég ef A‹ - laust gæt - i kitl D7 að - nef ið - þitt. G 2. 17 44 & # Litla flugan Sigfús Halldórsson Sigurður Elíasson & # & # & # & # œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ ˙™ œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ w œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ ˙ ‰ œ j œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ ˙ Ó œ œ œ œ œœœœœ œ ˙ ‰œj œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ ˙™ ‰ œ j œ™ œ#œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ ˙ ‰ œ j œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ ˙ Ó ˙ Œ™ œ j œ™ œ œ™ œ œ™ œ œ™ œ ˙ Ó Litla flugan Sigurður Elíasson 37–38

27 Höfundur ókunnur/J.E.Jonasson Kát C - ir vor - u karl - ar á kútt - er Har - ald i. G - Til fisk G7 - i - veið - a fór - u frá Akr - a - nes i. C - Og all - ir kom-u þeir 10 aft - ur og eng - inn þeirr - a dó. F Af á nægj - -u út að eyr C - 19 um hver ein G7 -ast - a kerl - ing hló. C Hún hló, hún skell - i, skell- i, hló, G hún hló, hún 28 ™ ™ hló, hún skell G7 - i, skell-i hló. C La, C la, la-la-la - la-la-la la, - - 36 la. La, G la, la G7 - la - la - la-la-la45 ™ ™ la, C la. G7 la. C 1. 2. 51 43& Kátir voru karlar Höfundur ókunnur/J.E. Jonasson Geir Sigurðsson & & & & & & ˙ œ ˙ œ ˙™ ˙ œ ˙ œ ˙ œ ˙™ ˙ œ ˙ œ ˙ œ ˙™ ˙ œ ˙ œ ˙ œ ˙™ œ Œ œ ˙ œ œ œ œ ˙™ ˙ œ œ œ œ ˙ œ ˙™ ˙ œ œ œ œ ˙ œ ˙™ ˙ œœœœœœœ˙ œ˙ œœ™ œ j œ œ ˙ œ ˙ œ ˙ œ œ™ œ j œ œ ˙ Œ ˙™ ˙™ œ #œ œ œ œ œ ˙™ ˙™ ˙™ ˙ Œ ˙™ ˙™ œ #œ œ œ œ œ ˙™ ˙™ ˙™ ˙ Œ ˙™ ˙™ Kátir voru karlar Geir Sigurðsson 39–40

28 Allir í takt (Nemendabók bls. 19) Leikið hljóðupptökurnar. Á meðan númera nemendur skóna eftir þeim hljóðum sem þeir gefa frá sér. Eitt lítið sjónarspil Eitt lítið sjónarspil (Hættu að gráta hringaná) er ljóð Jónasar Hallgrímssonar við fallegt íslenskt þjóðlag. Hér fyrir neðan er sagt frá tilurð textans en lítið er vitað um uppruna lagsins. Fingur okkar og tær eru viðkvæmar fyrir miklum kulda. Ef blóðið í tám eða fingrum kólnar of mikið hættir það að renna og við fáum kal. Þetta gerðist stundum í gamla daga þegar fólk var lengi úti í miklum kulda en átti ekki nógu góða skó eða vettlinga. Þá þurfti jafnvel að fá lækni til að taka tá eða fingur af. Fyrir um 200 árum var ung kona sem fékk kal í tá. Enginn læknir var nálægt en maður sem kallaður var Grímur græðari bjó í nágrenninu. Hann var ekki læknir en var oft sóttur þegar einhver var veikur. Grímur skoðaði tána og sá að hann þurfti að taka hana af til að bjarga konunni. Grímur notaði verkfæri sem heitir sporjárn til að taka tána. Konan varð mjög leið yfir því að missa tána og grét mikið. Jónas Hallgrímsson heyrði þessa sögu og samdi lítið kvæði til konunnar. • Lesið frásögnina af tilurð kvæðisins fyrir nemendur og ræðið efni sögunnar. Margt í þeim veruleika sem lýst er í sögunni er framandi börnum á Íslandi á 21. öld. • Syngið lagið með nemendum. • Skoðið með nemendum útsetninguna fyrir stafspil á bls. 30 í þessari bók. • Ræðið hver sé dýpsti tónninn og hver hæsti og hvort hægt sé að sjá það á teikningum af stafspilsnótum. • Ræðið hvers vegna lengra bil er á milli sumra nótna á teikningunni. • Skiptið nemendahópnum í tvennt. Kennið öðrum hópnum að leika undirleikinn á meðan hinn hópurinn syngur lagið. • Víxlið svo hlutverkum hópanna. 54–55 49–53

29 Íslenskt þjóðlag Hættu að gráta hringaná Jónas Hallgrímsson Hættu´ C að grát a, - hring G - a ná, A‹ - heyrð C - u ræð - u mín G a: - - 5 Ég C skal C/E gef F - a þér gull G í tá A‹ þó 9 Grím C ur - tak i - þín G a. C - - 13 42& Hættu að gráta hringaná Íslenskt þjóðlag Jónas Hallgrímsson & & & Hættu að gráta, hringaná, huggun er það meiri, ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur taki fleiri. Hættu að gráta, hringaná, huggun má það kalla, ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur taki þær allar. œ œ œ œ œ œ œ œ Œ œ œ œ œ œ œ ˙ ˙ œ œ œ œ œ œ œ œ ‰ œ j œ œ œ œ œ ˙ ˙ Hættu að gráta, hringaná, huggun er það meiri: Ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur taki fleiri. Hættu að gráta, hringaná, huggun má það kalla: Ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur taki þær allar.

30 Hljóðfæraútsetning fyrir nemendur Eitt lítið sjónarspil – nótnaheiti fyrir undirleik. Hættu að grát - a, hringa - ná, heyrðu ræð - u mín - a 1 og 2 og 3 og 4 og 1 og 2 og 3 og 4 og Ég skal gefa þér gull í tá, þó Grímur tak - i þín - a 1 og 2 og 3 og 4 og 1 og 2 og 3 og 4 og C B A G F G C B A G F G C

31 Skrefinu lengra Ef vel gengur að leika undirleik lagsins og syngja með má gjarnan bæta við takthljóðfærum. Þá er um að gera að tengja það við púls með fótataki. Skiptið þeim nemendum sem spila á takthljóðfæri í tvo hópa. Látið t.d. annan hópinn fá stafi og hinn handtrommur. Látið hópana svo spila til skiptis eins og þeir séu sinn hvor fóturinn á göngu. Bein og tennur Í þessum kafla eru beinin nýtt til að vinna á sjónrænan hátt með lengdargildin. Beinin í líkamanum eru í mismunandi stærðum og gerðum líkt og þeir tónar sem við heyrum og leikum. En áferð og eiginleikar beinanna eru líka áhugaverðir út frá sjónarhorni tónlistarinnar. Beinin eru hörð og sterk og ef tveim dýrabeinum er slegið saman myndast skemmtilegt bjart og hart hljóð sem tónskáld hafa nýtt sem uppsprettu og innblástur sköpunar. Ef þið getið nálgast t.d. tvo sauðaleggi er um að gera að sýna nemendum þá og leyfa þeim að prófa að nota þá sem hljóðfæri. 56–57 Ég er F með laus F/A -a tönn, B¨ G‹ hún rugg C - ar geð-veikt mik F ið. - Pabb F -i vill toga´ F/A í mín - a tönn B¨ G‹ en nei C þar dreg ég strik F ið - . F7 Hún 5 er B¨ mín eig - in rugg F -u tönn, D‹ - rugg G‹ - u, rugg- u, rugg C - u, rugg F - u- tönn. F7 Ég 9 vil B¨ ekk - i miss-a mín - a rugg F -u tönn, D‹ - rugg G‹ -u, rugg-u, rugg C - u tönn. F - 13 44 &b Ruggutönn Íslensk þýðing: Borte Harksen og Baldur Kristinsson Poul Poul Kjøller / Charlotte Blay &b &b &b Ég er með lausa tönn hún ruggar er ég tala. Mamma vill taka þessa tönn ég neita því og gala. Hún er mín eigin ruggu-‐tönn œ j œ œ œ j œ œ j ˙ Œ™ œ j œ œ œ œ œ j œ™ Ó œœœœœœœœ ˙ Œ™ œ j œ œ œ œ œ j œ™ Œ ‰ œ j œ œ œ œ œœœœ˙ œœœœœ œ œjœ œjœ™ œ j œ œœœœœœ œœœœ˙ œœœœœ œ ˙ Ó Poul Poul Kjøller/Charlotte Blay Ruggutönn (Nemendabók bls. 20) Íslensk þýðing: Borte Harksen og Baldur Kristinsson

32 Dansandi beinagrindur (Nemendabók bls. 21) Í tónverkinu Karnival dýranna eftir Saint Saens sem stuttlega er kynnt í kaflanum um sjón á bls. 11 er steingervingum boðið til fagnaðarins. Þá lætur tónskáldið stafspil túlka dansandi beinagrindur enda hentar hið harða stutta hljóð stafspilsins vel til þess. Lagið er tilvalið til að þjálfa hlustun gegnum hreyfingu. • Hlustið einu sinni á lagið og biðjið nemendur að taka eftir hvaða hljóðfærum þeir heyra í. • Hvaða hljóðfæri halda þeir að túlki beinagrindurnar? • Heyrist allan tímann í stafspilunum? • Allir leggjast á gólfið og leika hreyfingarlausar beinagrindur. • Leikið nú lagið aftur og segið börnunum að beinagrindurnar megi eingöngu hreyfa sig meðan stafspilin leika. Þegar ekkert heyrist í þeim þurfa þau að liggja kyrr eða standa hreyfingarlaus. Í verkinu notast Saint Saens við nokkur stef sem líkjast brotum úr þekktum lögum. Þeirra þekktast er líklega upphafið að laginu um stafrófið eða Gulur, rauður, grænn og blár. Það má gjarnan spyrja nemendur hvort þeir hafi heyrt einhver stef eða búta sem þeir kannist við úr öðrum lögum. 58

33 Bein í öllum stærðum og gerðum Það sem til þarf • Stækkuð og útklippt ljósrit af beinunum á bls. 42 • Takthljóðfæri sem geta leikið mislöng hljóð t.d. þríhorn eða symbal. 59–60 C Lík-am-inn G/B vex og vex, A‹ í hon-um bein-in tvö C/G -hundr uð - og sex. F Stærst-ir er - u C/E lær-legg-irn- ir D‹ og of-an á þeim er - u sjálf F/G -ir búk-arn ir. G - 5 F Mik ið - er gam C - an, G mik ið - er gam A‹ - an A‹/G að 9 bein F og vöðv - ar hald D‹ - i okk - ur sam G(“4) - an. G 13 44& Söngur um beinin Ólafur Schram & & & Rifbeinin verja hjartað vel. Utanum heilann er höfuðkúpan skel. Þannig verja beinin það sem þarf svo líffærin öll geti unnið vel sitt starf. Mikið er gaman... Fingurbein smá hreyfast hratt, kitlað geta og aðra glatt. Þau geta gripið og haldið fast eða grýtt kúlu, spjóti og stundað kringlukast. Mikið er gaman... Smærstu beinin eru eyrum í. Þau hjálpa´okkur að heyra hvísl og þrumugný. Þannig hljóðbylgjurnar berast okkar til og nú ég sönginn ykkar bæði heyri´og skil. Mikið er gaman... ∑ Œ œœœŒ Œ œœœŒ ‰œjœœœj œ ‰ œ œ œ œ œ™ œ™ œ œ œ œ œ j œ™ ‰œjœ œœ Œ ‰œjœœœœœœ œœœ œ˙ Ó œ œ œ œ œ œ œ Ó Ó œœœœ œœœ Œ ‰œj œ œ œ œ j œ™ œ œœœjœ œj œjœ™ ˙ Ólafur Schram Söngur um bein Rifbeinin verja hjartað vel. Utanum heilann er höfuðkúpan skel. Þannig verja beinin það sem þarf svo líffærin öll geti unnið vel sitt starf. Mikið er gaman … Fingurbein smá hreyfast hratt, kitlað geta og aðra glatt. Þau geta gripið og haldið fast eða grýtt kúlu, spjóti og stundað kringlukast. Mikið er gaman … Smæstu beinin eru eyrum í. Þau hjálpa´ okkur að heyra hvísl og þrumugný. Þannig hljóðbylgjurnar berast okkar til og nú ég sönginn ykkar bæði heyri´ og skil. Mikið er gaman …

34 • Syngið lagið Söngur um bein með nemendum og ræðið innihaldið. Ágætt er að undirstrika mismunandi stærð beinanna sem sungið er um í hverju erindi. • Sýnið nemendum svo útklipptu myndirnar af beinunum á bls. 42 og útskýrið hvernig hvert bein túlkar mislanga tóna eða hljóð. • Raðið beinunum í tilviljanakennda röð og athugið hvort einhver treysti sér til að spila mismunandi löng hljóð beinanna á hljóðfæri (t.d. þríhorn). • Prófið þannig að búa til nokkra takta og spilið þá á hljóðfærin. Skrefinu lengra Ljósritið stækkuðu beinamyndirnar á litaðan pappír í tveimur eða fleiri mismunandi litum. Litirnir túlka mismunandi hljóðfæri. Skiptið nemendum í tvo eða fleiri hópa svo þeir spili fleiri en einn takt á sama tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=