Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

15 27–30 Röddin könnuð Í þessum stutta leik er röddin könnuð með því að beita sem flestum og ólíkum blæbrigðum og styrk. Spyrjið nemendur spurninga sem þeir svara með sams konar rödd og þið beitið. Kennari Nemendur Hver er með djúpa rödd? Ég er með djúpa rödd! Hver er með innirödd? Ég er með innirödd! Hver er með hvíslurödd? ... ... mjóa rödd? … ... hrópandi rödd? … ... skræka rödd? … ... öskrandi rödd? … Í kjölfar þessa leiks er tilvalið að ræða við nemendur um það hvenær passi eða henti að nota þær raddir sem æfðar voru í leiknum. Raddstyrkur (Nemendabók bls. 13) Nemendur hlusta á hlustunardæmin og tengja myndirnar við orðin veikt, meðalsterkt og sterkt. Ræðið táknin p, mf og f og fyrir hvað þau standa. Gjarnan má ræða hvort einhver söngvaranna syngi jafnvel mjög sterkt eða mjög veikt og eins hvort einhver syngi bæði sterkt og veikt. Narfi með Skálmöld. Stál og hnífur með Bubba Morthens. Sofðu unga ástin mín með Hafdísi Huld. Je veux vivre úr Rómeó og Júlíu eftir Gounod með Önnu Netrebko. f sterkt mf meðal sterkt p veikt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=