Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

7 Tónleikasalir fyrir sinfóníuhljómsveitir eru einnig gæddir þessum eiginleikum en þegar kemur að rokktónlist og pönki má segja að hljómurinn hafi lagað sig að þeim stöðum þar sem tónlistin var fyrst spiluð, litlum rýmum eins og bílskúrum eða þröngum knæpum. Hvar erum við? (Nemendabók bls. 5) Í hljóðdæmunum eru upptökur úr ólíkum rýmum – í helli (þverflauta), baðherbergi (trommur), utan dyra (fiðla) og í kirkju (rödd). Nemendur tengja hljóðfæri við rétt rými á myndum. Skrefinu lengra Hægt væri að fara með nemendahópinn um skólann og jafnvel út til að skoða hversu lengi hljóðin lifa í ólíkum rýmum. Slökunarverkefni Nemendur leggjast hljóðir á gólfið og ljósin eru slökkt. Biðjið börnin að hlusta vel á hvað þau heyra í þögninni. Heyra þau andardrátt sinn? En þess sem er við hliðina? Biðjið þau að prófa að setja fingurna í eyrun og hlusta svo á andardráttinn. Undirbúið nemendur fyrir hlustunardæmið með því að kynna verkið sem ferð um líkamann. Farið er með hljóðnema um allan líkamann þar sem hjartsláttur, andardráttur, melting og garnagaul koma við sögu. Hlustið á verkið saman og spyrjið nemendur hvað þeir heyrðu. 10–13 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=