Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

34 • Syngið lagið Söngur um bein með nemendum og ræðið innihaldið. Ágætt er að undirstrika mismunandi stærð beinanna sem sungið er um í hverju erindi. • Sýnið nemendum svo útklipptu myndirnar af beinunum á bls. 42 og útskýrið hvernig hvert bein túlkar mislanga tóna eða hljóð. • Raðið beinunum í tilviljanakennda röð og athugið hvort einhver treysti sér til að spila mismunandi löng hljóð beinanna á hljóðfæri (t.d. þríhorn). • Prófið þannig að búa til nokkra takta og spilið þá á hljóðfærin. Skrefinu lengra Ljósritið stækkuðu beinamyndirnar á litaðan pappír í tveimur eða fleiri mismunandi litum. Litirnir túlka mismunandi hljóðfæri. Skiptið nemendum í tvo eða fleiri hópa svo þeir spili fleiri en einn takt á sama tíma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=