Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

13 Mitt eigið tónverk (Nemendabók bls. 11) Nemendur þurfa: • Litaðan pappír til að rífa niður • Límstifti Í þessu verkefni skapa nemendur sitt eigið hljóðverk þar sem þeir rífa pappírsbúta í mismunandi lengdir og líma inn í verkefnabókina sína. Þannig búa þeir til mjög einfalda grafíska nótnaskrift þar sem fyrst og fremst er unnið með lengdargildin. • Hver nemandi fær litaðan pappír t.d. hálft A4 blað. • Hann á svo að rífa það niður í mislanga búta sem passa inn í reitina á bls. 11 í nemendabók. • Leyfið nemendum að lokum að flytja verkin sín fyrir aðra í hópnum. Í vinnu sem þessari er mikilvægt að auka skilning nemenda á tónlistarlegum þáttum sem skipta máli við tónsköpun og leggja grunn að frekari vinnu með grafíska nótnaskrift. Það er um að gera að ræða hvort þeir vilji nota þagnir í sínum verkum og þá hvernig sé best að sýna þær. Einnig hvort það hljómi vel eða illa að endurtaka munstur t.d. stutt, stutt, langt. Val á hljóðfæri skiptir líka miklu máli og þurfa nemendur að gæta þess að hljóðfærið sem þeir velja fyrir verk sitt geti leikið þau mislöngu hljóð sem koma fyrir í verkinu. Skrefinu lengra Semjið með nemendahópnum eitt stórt hljóðverk með sams konar aðferð og lýst er hér á undan en fyrir fleiri hljóðfæri. Hvert hljóðfæri er þá túlkað með ákveðnum lit. T.d. þríhorn – blár pappír, málmgjöll – gulur, hrista – grænn o.s.frv.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=