Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

16 Gettu hver ég er! Einn nemandi er valinn og bundið fyrir augun á honum og hann staðsettur á góðum stað í kennslustofunni t.d. fremst. Annar nemandi er svo valinn til að fara með eftirfarandi þulu: Þú mig þekkir ekki, því að ég þig blekki. Reyndu að geta hver ég í ósköpunum er. Sá sem fer með þuluna reynir að breyta röddinni þannig að ólíklegt sé að sá sem er með bundið fyrir augun geti þekkt hann af röddinni. Að fela hlut • Fáið sjálfboðaliða til að fara fram á gang meðan lítill hlutur (t.d. lítill steinn) er falinn einhvers staðar í stofunni. • Gætið þess að allir aðrir viti hvar hluturinn er. • Um leið og sá sem fór fram kemur inn til að leita að hlutnum fer hópurinn að syngja lag, t.d. Óskasteina. Ef sá sem leitar er langt frá hlutnum er sungið veikt en ef hann nálgast er sungið með vaxandi styrk og með minnkandi styrk ef viðkomandi fjarlægist hlutinn. Ef nemandinn er nálægt er sungið mjög sterkt. • Söngnum er hætt um leið og viðkomandi finnur hlutinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=