Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

12 Verkefni • Ljósritið og klippið út átta renninga með „löngum og stuttum hljóðum“ á bls. 43 hér í þessari bók. Setjið útklipptu myndirnar í poka eða skál. • Hafið eitt ásláttarhljóðfæri tiltækt þar sem hægt er að stjórna lengd hljóðsins t.d. þríhorn eða málmgjöll. • Sitjið með nemendum í hring á gólfinu með skálina/pokann í miðju hringsins. • Sýnið nemendum hljóðmyndir í kennarabók og leikið tvær eða þrjár þeirra á ásláttarhljóðfæri. Biðjið nemendur að giska á hvaða hljóðmynd þið lékuð. • Syngið lagið Sum hljóð með nemendum og látið um leið lítinn grjónapoka, eða annan hlut sem fer vel í hendi, ganga hringinn. • Þegar laginu lýkur á sá sem heldur á hlutnum (sem var látinn ganga) að draga eina „hljóðmynd“ úr skálinni/pokanum og reyna að leika hljóðmyndina á hljóðfærið í miðju hringsins. Nemandinn þarf að gæta þess að aðrir sjái ekki hvaða hljóðmynd hann dró. • Aðrir nemendur eiga svo að horfa á myndirnar af hljóðmyndunum úr kennarabókinni og giska á hvað viðkomandi lék. • Þá er lagið sungið aftur og eins oft og þurfa þykir eða þangað til allir hafa fengið að spreyta sig einu sinni. Ef hluturinn stoppar hjá einhverjum sem hefur áður spilað er ágætt að hafa þá reglu að sá sem er honum næstur til hægri og hefur ekki spilað, fái að draga mynd. 23–24 Sum C hljóð er- u stutt og sum A‹ hljóð er-u löng. En hvað F -a hljóð heyr-ist eft-ir þenn G -an söng? C 44& Sum hljóð Ólafur Schram œ œ œœœœ‰œj œ œ œœ œœ‰œj œjœ œj œ œœœ œ œ œŒ Sum hljóð Ólafur Schram Löng hljóð og stutt

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=