Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

23 • Sitjið í hring með nemendum. Leyfið nemendum að kanna hvað þeir geta búið til mörg mismunandi hljóð með því að nota bara hendurnar. • Látið hlut sem fer vel í lófa t.d. grjónapoka ganga hringinn meðan þið syngið Hendurnar búa til hljóð. • Þegar lagið hefur verið sungið einu sinni er stoppað og þá á sá sem heldur á hlutnum að búa til hljóð með höndunum. Þetta getur verið klapp, fingrasmellur, lófum strokið eða hvaða hljóð sem er svo framarlega sem það er framkallað með höndunum. Leggið áherslu á að nemendur noti ekki aðra líkamsparta eins og að slá sér á lær eða bringu. • Þegar viðkomandi hefur framkallað hljóðið sitt endurtaka það allir. • Þá er lagið sungið aftur og einhver annar fær að búa til nýtt hljóð og svo koll af kolli. Ekki má búa til hljóð sem áður hefur verið gert. Hafið samt í huga að klapp getur verið margs konar og um að gera að leyfa nemendum að koma með aðra útgáfu af klappi en áður hefur verið reynd t.d. með kúptum lófum eða fingrum sundurglenntum. Hljóðsköpun (Nemendabók bls. 17) Í þessu verkefni er unnið með grafíska nótnaskrift og tónsköpun. Undirbúningur: Ljósritið myndirnar af handhægum hljóðum á bls. 54–55 í kennarabók og klippið hverja mynd út. Betra að ljósrita fleiri en færri. Sjá einnig ramma með endurtekningarmerkjum bls. 52–53. • Sitjið í hring með nemendum og sýnið þeim myndir af handhægum hljóðum, eina í einu og leyfið þeim að spreyta sig á þeim. • Raðið svo myndunum á gólfið í hringnum þannig að allir sjái allar myndirnar. • Leyfið átta nemendum að velja myndir og raðið þeim í rammana. • Spyrjið nemendur hvort þeir viti hvað tvípunktarnir við enda neðri rammans þýði (endurtekningarmerkið). • Æfið nú hið nýja hljóðverk með nemendahópnum. • Kynnið svo fyrir nemendum verkefnið á bls. 17 í nemendabók.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=