Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

9 Upp og niður – tónhæð (Nemendabók bls. 7) Markmiðið með þessu verkefni er að skýra hugtakið tónhæð á sjónrænan hátt. • Myndin í nemendabók er af fjalli og passar við lagið Upp, upp, upp á fjall. • Hvernig breytist tónninn þegar við förum upp á fjallið? Verður hann hærri eða lægri? • En þegar við förum ofan af fjallinu? Niður stigann Mynd á bls. 7 í nemendabók sýnir stiga en þrepin minnka eftir því sem ofar er farið. Sama lögmál gildir um tónana í stafspilum; er tónarnir minnka verður tónhæðin meiri. Þessi skýring er tilvalin til að æfa nemendur í að tala um „hærri“ og „lægri“ tóna. Efst í stiganum er maður sem þarf að komast niður. Við ætlum að hjálpa honum. Til að byrja með skrifum við bókstafi í þrepin. Kennari stýrir hvaða bókstafir það eru, eftir því sem hentar hverju sinni. Hér er gengið út frá stafspilum þar sem A er hæsti tónninn. • Efsta þrepið er merkt A, næsta G, þriðja F og það neðsta E. • Til að hjálpa manninum niður ætlum við að spila á hljóðfærin. Kennari bendir á líkindin með stærð þrepa og tóna í stafspilum. • Prófið að spila þrepin, nemendur finna réttu nóturnar. Kennari getur beðið þá um að taka aðrar nótur úr spilunum. • Maðurinn efst á myndinni er með tvo fætur og þess vegna spilum við tvisvar á hverja nótu. • AA GG FF EE. • Þegar hann er kominn niður kemur annar maður, svo sá þriðji og svo koll af kolli. • Nemendur ættu að æfa sig að spila þetta þrástef undir púlsslætti kennarans, allir samtaka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=