Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

28 Allir í takt (Nemendabók bls. 19) Leikið hljóðupptökurnar. Á meðan númera nemendur skóna eftir þeim hljóðum sem þeir gefa frá sér. Eitt lítið sjónarspil Eitt lítið sjónarspil (Hættu að gráta hringaná) er ljóð Jónasar Hallgrímssonar við fallegt íslenskt þjóðlag. Hér fyrir neðan er sagt frá tilurð textans en lítið er vitað um uppruna lagsins. Fingur okkar og tær eru viðkvæmar fyrir miklum kulda. Ef blóðið í tám eða fingrum kólnar of mikið hættir það að renna og við fáum kal. Þetta gerðist stundum í gamla daga þegar fólk var lengi úti í miklum kulda en átti ekki nógu góða skó eða vettlinga. Þá þurfti jafnvel að fá lækni til að taka tá eða fingur af. Fyrir um 200 árum var ung kona sem fékk kal í tá. Enginn læknir var nálægt en maður sem kallaður var Grímur græðari bjó í nágrenninu. Hann var ekki læknir en var oft sóttur þegar einhver var veikur. Grímur skoðaði tána og sá að hann þurfti að taka hana af til að bjarga konunni. Grímur notaði verkfæri sem heitir sporjárn til að taka tána. Konan varð mjög leið yfir því að missa tána og grét mikið. Jónas Hallgrímsson heyrði þessa sögu og samdi lítið kvæði til konunnar. • Lesið frásögnina af tilurð kvæðisins fyrir nemendur og ræðið efni sögunnar. Margt í þeim veruleika sem lýst er í sögunni er framandi börnum á Íslandi á 21. öld. • Syngið lagið með nemendum. • Skoðið með nemendum útsetninguna fyrir stafspil á bls. 30 í þessari bók. • Ræðið hver sé dýpsti tónninn og hver hæsti og hvort hægt sé að sjá það á teikningum af stafspilsnótum. • Ræðið hvers vegna lengra bil er á milli sumra nótna á teikningunni. • Skiptið nemendahópnum í tvennt. Kennið öðrum hópnum að leika undirleikinn á meðan hinn hópurinn syngur lagið. • Víxlið svo hlutverkum hópanna. 54–55 49–53

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=