Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

4 1–3 Hjartað (Nemendabók bls. 3) Í kaflanum er unnið með púls, takt og hraða í tónlist. Markmiðið er að nemendur skynji púls í ýmiss konar tónlist. Tímasetningar í tónlist, hvort sem það eru breytingar í tónhæð eða takti, reyna á eitt elsta svæði heilans, litla heila (cerebellum). Þegar við göngum eða hreyfum okkur eru taugar litla heilans virkar. Sömu taugar bregðast við þegar við hlustum á tónlist en ekki þegar við heyrum hávaða. Því má segja að við séum öll tilbúin að taka á móti og taka þátt í tónlist. Púls er að sjálfsögðu einn mikilvægasti grunnþáttur tónlistar og tónlistarþjálfunar og nafnið nátengt hjartanu og slætti þess. Við sláum púls þegar við göngum, þegar við stígum niður fæti eða sláum fingrunum í takt við tónlist. Í höll Dofra konungs – hreyfing, púls Markmið þessa verkefnis er að nemendur geti fundið púls í tónlist og þjálfist í að hreyfa sig í takt við hann. • Nemendur byrja á því að finna hjartslátt sinn á bringunni og reyna að finna eigin púls í kjölfarið, á háls eða úlnlið. Hjartað dælir blóðinu um allan líkamann og púlsinn finnst þar sem slagæðar liggja. • Útskýrið fyrir nemendum að tónlist eigi sér sams konar púls. Byrjið á að klappa með þulu eða vísu sem allir þekkja, t.d. Fljúga hvítu fiðrildin eða Fagur fiskur í sjó. • Nemendur hlusta á tóndæmi með augljósum púlsi, t.d. þar sem bassatromma slær fjórðapartsnótur. o Daft Punk – Around The World o Of Monsters And Men – King and Lionheart o Í höll Dofra konungs • Kynnið til sögunnar Pétur sem er að flýja undan tröllum. Sagan á bak við lagið fjallar um Pétur Gaut sem er að reyna að forða sér frá Dofra konungi og tröllum hans. Pétur móðgar dóttur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=