Tónlist og líkaminn - kennsluleiðbeiningar

5 konungsins og það getur konungurinn ekki liðið. Hann sendir tröllin til að drepa Pétur. Tónlistin verður sterkari og hraðari eftir því sem á líður. Undir lokin er mikil óreiða og þegar laginu er lokið má spyrja nemendur hvort Pétur hafi sloppið eða ekki (hann sleppur). Sagan er úr leikriti Henrik Ibsens um Pétur Gaut en Grieg samdi tónlist við leikritið. Svipuð saga kemur reyndar einnig fyrir í Kjalnesinga sögu og í báðum tilfellum líklega sprottin af norskri þjóðsögu. • Ganga með tónlist – Spilið Í höll Dofra konungs af diski og biðjið nemendur um að ganga, nánast læðast, í takt við púlsinn – kennari getur spilað á handtrommu með tónlistinni til að skerpa á púlsinum. • Leyfið börnunum að velja hvort þau vilji vera tröll eða Pétur. • Þegar verkinu er lokið geta nemendur fundið fyrir hjartanu eða púlsi sínum á ný. Slær það hraðar? Já. Af hverju? Eftir hreyfingu eykst blóðflæðið og hjartað slær hraðar. Kennari getur slegið púlsinn með neðri línunni á myndinni en fagott og bassi skiptast á að spila hana í byrjun. Umræður (Nemendabók bls. 3) Hvar finnum við púls í umhverfi okkar? Á heimilum, í náttúrunni og í skólanum er hægt að finna mörg dæmi um „púls“. Hvar sem takturinn er reglulegur má segja að sé púls. Leyfið nemendum að velta þessu fyrir sér og jafnvel skrifa nokkur dæmi um það. Dæmin sem koma fram eru eflaust mismunandi en kennari getur aðstoðað nemendur með að nefna klukku, þvottavél eða bílvél. Önnur skemmtileg dæmi sem hægt væri að nefna eru sjórinn, tannburstun, hamarshögg, að sippa eða hlaupa á hlaupabretti. ° ¢ pp 44 44 & # # > . . . . . . . >. . >. . . . . . > . . . . > . . . . Í höll Dofra konungs Edvard Grieg ?# # . . . . . . . . . . . . . . . . œœœœœœœ #œœœnœnœœ œ#œœœœœœ œ œ œ œ œ ˙ œœœœœœœœœ œœœ œœœœ Edvard Grieg

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=