35
er á að þeir missi tökin á náminu ef ekki er að gáð. Námserfiðleikar
eru gjarnan undirliggjandi orsök hegðunarvanda hjá nemendum með
ADHD. Vísbendingar eru um að aukinn námslegur stuðningur við
nemendur með ADHD á unglingsárum sé líklegri til að hafa jákvæð
áhrif á bæði hegðun og námslega stöðu en íhlutun sem beinist aðallega
að hegðun.
44
Áhrif ADHD á nám unglinga
Á unglingastiginu þurfa nemendur með ADHD að takast á við auknar
námskröfur eins og aðrir nemendur; kennslustundum og kennurum
fjölgar, farið er á milli kennslustofa, aukið álag er á minni og skipu-
lagsfærni og loks aukast væntingar um sjálfsstjórn og sjálfstæð vinnu-
brögð. Breytingarnar reyna yfirleitt mikið á unglinga með ADHD sem
geta átt erfitt með að standa undir þessum nýju og auknu kröfum.
Ýmis einkenni sem koma fram hjá nemendum með ADHD og kenn-
arar nefna sem vanda, svo sem gleymska, skipulagsleysi, skert tímaskyn
og slök námsfærni, orsakast af skertri stýrifærni heilans eins og áður
hefur komið fram. Því getur munur á þroska nemenda með ADHD og
annarra nemenda á unglingastigi orðið enn meira áberandi en áður og
virkað hamlandi á námslega stöðu þeirra og aðlögunarfærni. Bil getur
því myndast á milli væntinga skólaumhverfisins og getu nemandans til
að standa undir þeim væntingum.
45
Algengt er að kennarar og foreldrar dragi úr aðhaldi og stuðningi
við nemandann á unglingsárunum í ljósi þess að „unglingurinn þurfi að
Unglingsárin:
Breyttar námsaðstæður
Auknar námskröfur
Kennslustundum fjölgar
Námsgreinum fjölgar
Kennurum fjölgar
Kennaraskipti
Auknar kröfur um
ábyrgð
Auknar kröfur um sjálf-
stæð vinnubrögð
1...,27,28,29,30,31,32,33,34,35,36 38,39,40,41,42,43,44,45,46,47,...67