27
Hjálpargögn
Nota má
hjálpargögn við skrift
eins og hjálpargrip, penna eða
blýanta með góðu gripi ef nemandi á erfitt með fínhreyfingar.
Heyrnarhlífar
sem dempa hávaða og hljóðrænt áreiti geta auðveldað
einbeitingu eða heyrnartól þegar hlustað er á tónlist eða hljóðbók.
Sumum nemendum með ADHD hentar að nota
hljóðbækur
sem fást hjá Námsgagnastofnun og á Blindrabókasafninu. Það
getur hjálpað til við einbeitingu að hlusta og fylgjast samtímis með
textanum í bókinni eða á tölvuskjá.
Nota má
talgervla
í tölvum til að fá stafrænan texta lesinn. Hægt
er að fá orðin eða setningarnar í textanum sem lesinn er merkt og
auðvelda þannig lesanda að fylgjast með í textanum. Velja má um
kvenmanns- eða karlmannsrödd.
Forritið EasyTutor
er eitt slíkt
forrit, annað er IvonaReader. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um
notkun fást hjá TMF-Tölvumiðstöð og á Blindrafélaginu. Þar fást einnig
upplýsingar um íslenska talgervilinn.
Forritið Foxit Reader
opnar stafræn skjöl (PDF), t.d. vinnubækur,
og gerir nemendum sem eiga erfitt með að skrifa kleift að vinna
skrifleg verkefni með hjálp tölvu í stað þess að nota skriffæri, vista þau
og prenta. Upplýsingar má fá hjá TMF-Tölvumiðstöð.
Ýmis hugbúnaður
er til þess fallinn að gera nám sjónrænt. Flestar
tölvur hafa leiðréttingarpúka og hugbúnað sem styður tímastjórnun
og skipulag, samanber gula miða.
Í símum eru möguleikar á minnishringingu
en í þá má setja
áminningu fram í tímann um skiladaga verkefna, stundatöflu o.fl.,
sjá nánar á vefsíðu ADHD samtakanna og hjá TMF-Tölvumiðstöð.
Kennarar, foreldrar og nemendur geta sent áminningar í farsíma fram
í tímann í gegnum ýmis dagbókarform á vefnum. Þá má einnig finna
gagnleg smáforrit í farsíma og snjallsíma.
Tímavaki
er tímamælir sem gefur
sjónrænt merki um að vinnulota sé
hafin, sýnir hvað tímanum líður og
hvenær lotunni lýkur.
Í þessum bókum má finna
hagnýt ráð sett fram á
aðgengilegan hátt fyrir börn
á mið- og unglingastigi.
1...,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28 30,31,32,33,34,35,36,37,38,39,...67