32
Hafa sýnilega dagskrá/stundatöflu sem reglulega er
minnt á og vísa má til. Láta vita af breytingum með
hæfilegum fyrirvara.
Hafa fáar en skýrar reglur um æskilega hegðun og
hegðunarviðmið. Gera barninu ljóst hvað það getur
haft í för með sér ef ekki er farið eftir þeim.
Búa til veggspjöld með setningum eða myndum
sem sýna æskilega hegðun, t.d. stundvísi og
kurteisi.
Áminna vinsamlega ef vart verður við óæskilega
hegðun við skimun yfir bekkinn.
Beina athygli nemanda að viðfangsefni sínu og halda honum að
verki með því að nota rólega og ákveðna rödd, snerta öxl hans og líta
reglulega til hans.
Leyfa barni með ADHD að krassa í tíma, handfjatla lítinn hlut svo sem
strokleður, stressbolta (hveiti í lítilli blöðru) eða teygju til að losa um
óeirð og spennu.
Ræða málin, sýna eða nota hlutverkaleiki til að kenna æskilega hegðun.
Veita viðurkenningar fyrir góð vinnubrögð, eftirsóknarverða hegðun eða
félagslega frammistöðu.
Beina athygli að nemanda þegar hann sýnir jákvæða hegðun. Hrósa
markvisst og tilgreina nákvæmlega fyrir hvaða hegðun er verið að
hrósa.
Taka tafarlaust á óæskilegri hegðun, skýrt og ákveðið. Stundum getur
þó verið rétt að leiða hjá sér minniháttar hegðunarfrávik.
Nota sérstakan passa/hléspjald þegar nemandi hefur ekki meira
úthald og hefur gott af að skipta um umhverfi samkvæmt fyrirfram-
gerðu samkomulagi.
Senda nemanda í sendiferð á skrifstofu eða bókasafn ef eirðarleysi er
orðið áberandi.
Minna barnið á þegar eitthvað stendur til, svo sem afmæli, bekkjarkvöld
o.s.frv. Hleypa nemanda fyrr út í frímínútur og fyrr eða síðar inn úr frí-
mínútum. Þetta á einnig við um sérgreinatíma.
Undirbúa nemanda sérstaklega þegar breytingar eru á dagskrá eins og
um hátíðir, þegar fara á saman á sal, í vettvangsferðir eða skólaferðalög.
Stuðla að því að nemandi komist á námskeið í félagsfærni, reiðistjórn-
un, slökun eða kvíða ef ástæða er til.
Kennarar þurfa að vera sér meðvitaðir um að viðbrögð við óæskilegri
hegðun geta stundum orðið til að styrkja hegðunina og festa hana í
sessi. Þetta á til dæmis við ef nemandi uppsker of mikla athygli full-
ADHD – Farsæl skólaganga
Námsgagnastofnun 2013
Markmið/áætlun
Markmið/áætlun
*
____________________
fn kennara
_______________________
_______________________
_______________________
_______________________
na:
_________
______________
skrift foreldra
SAMkoMulAg*
Nemandi – kennari
Samningur ámilli
: ______________________ og ______________________
nafn nemanda nafn kennara
Tímabilið
: ________________________
Það sem égætla að gera…
1._________________________________________________________________
2._________________________________________________________________
Það sem kennarinnminnætlar að gera…
1.
_________________________________________________________________
2._________________________________________________________________
Viðætlum að hittast aftur og fara yfir áætlunina:
_________
_______________________
_______________________
Undirskrift nemanda Undirskrift foreldra
*Nemandi getur þurft hjálp við að skrá.
6
1...,24,25,26,27,28,29,30,31,32,33 35,36,37,38,39,40,41,42,43,44,...67