22
Að spyrja eða staðhæfa
Skiptu nemendum í 3–5 manna hópa og biddu þá að velja besta
ávarpið í hverju dæmi.
Stjórnaðu samræðu í bekknum þar sem nemendur segja hvað þeir
telja besta ávarpið og af hverju. Komast nemendur að niðurstöðu
um hvenær er betra að staðhæfa og hvenær er betra að spyrja?
Rétt ályktun?
Gefðu nemendum tíma til að svara verkefninu sjálfir áður en þeir
bera sig saman. Gerðu kröfu um að allir svari því fyrir hvert dæmi
hvort ályktanirnar sem dregnar eru séu réttmætar eða ekki. Farðu
síðan yfir verkefnið með því að biðja nemendur að útskýra svör sín.
Skrifaðu þær ástæður sem nemendur gefa upp á töflu til að skapa
smám saman skýrari mynd af því hvenær réttmætar ályktanir eru
dregnar:
Til að beina nemendum áfram í þessari umræðu skaltu hafa
eftirfarandi atriði í huga:
Ef takmarkaðar eða ófullnægjandi upplýsingar liggja fyrir er erfitt
að draga réttmæta ályktun (t.d. Guðrún kom með gulrót í nesti,
því hlýtur hún að eiga grænmetisgarð).
Ályktanir sem alhæfa um manneskjur eru oft vafasamar (t.d. Guðrún
kom með gulrót í nesti, því hlýtur hún að vera grænmetisæta).
Ályktun sem fjallar um eitthvað allt annað en forsenda hennar er
mjög líklega röng (t.d. Guðrún kom með gulrót í nesti, því hlýtur
hún að búa á Akureyri).
Ályktunin er réttmæt af því að … Ályktunin er óréttmæt af því að …