Hvað heldur þú? - klb - page 32

32
Fyrirmæli til nemenda – dæmi:
„Íbúar Bestabæjar ætla að stofna fullkom-
lega frábæran skóla: Bestaskóla. Þetta
á að vera skóli fyrir alla 13–16 ára íbúa
bæjarins. Íbúarnir fá ykkur til að undirbúa
byggingu og opnun skólans. Ykkar hlutverk
er að skilgreina hlutverk og stefnu skólans
(til hvers er þessi skóli?), segja frá helstu
atriðum í námskránni (hvað eiga nem-
endur að læra og hvernig?) og gera frum-
drög að teikningu af skólanum (hvernig á
byggingin að líta út?)“.
Skipið í hlutverk: ritari, framkvæmdastjóri,
tímavörður …
Ákveðið hvernig þið ætlið að skila verkefn-
inu af ykkur: bæklingur, myndband, ritgerð,
líkan, munnleg kynning, vefur á netinu –
eða blanda af nokkrum miðlum.
Við vinnuna er gott að gæta þess að hafa
lýsinguna sem skýrasta og að rökstyðja
allar ákvarðanir mjög vel. Þannig eru meiri
líkur á því að tekið verði mark á því sem
þið segið.
Skiladagur er: ___________________
Skrifið greinargerð um markmið og tilgang
skólans:
– Hver er tilgangur skólans? Hafið í huga
að tilgangur skólans hlýtur að vera að
byggja upp hvern einstakling en líka að
byggja upp gott samfélag.
– Hvað eiga nemendur að læra
í skólanum?
– Á skólinn að stuðla að því að
nemendur verði „betri manneskjur“?
Ef já, hvernig á hann að gera það?
Fólkið í Bestaskóla:
– Hvað gera nemendur í skólanum?
– Hvað gera kennarar í skólanum?
– Hvernig er Bestaskóla stjórnað?
– Annað starfsfólk? Hvaða verkefnum
sinnir það?
– Hvernig tengjast foreldrar skólanum?
Sinna þeir ákveðnum verkum í
skólanum?
– Hvaða aðilar tengjast skólanum:
Félagsmiðstöð, íþróttafélag, bæjarstjórn,
leikskólar, ráðuneyti …
Nám og starf í Bestaskóla:
– Skólareglur?
– Námsgreinar?
– Stundaskrá?
– Tómstundastarf?
– Fastir liðir á skóladagatali (árshátíð, opnir
dagar, þemavika, jólaundirbúningur …)
– Námsmat?
– Annað?
Húsnæðið:
– Hvernig lítur skólinn út? Vinnið teikningu.
– Innréttingar og húsgögn?
– Verkgreinaaðstaða?
– Íþróttaaðstaða?
– Annað?
Annað sem þið viljið taka fram um
Bestaskóla?
1...,22,23,24,25,26,27,28,29,30,31 33,34
Powered by FlippingBook