Hvað heldur þú? - klb - page 19

19
Dæmi til að sýna bekknum:
„Hundurinn er besti vinur mannsins.“
„Heima er best.“
„Enginn stígur tvisvar í sömu ána.“
„Spurningin er mikilvægari en svarið.“
„Karlar sem hata konur.“
„Ég er að ljúga.“
Myndir eftir Escher, sjá t.d. á vefnum
/
Málverk eftir Rene Magritte, t.d. á leitar-
vef google. Hér er dæmi um myndina
„Collective Invention“
Sláðu inn leitarorðið „toilet art“ á
http://
google.com
og sýndu nemendum eina af
myndunum sem birtist.
Eða finndu aðrar staðhæfingar og/eða
myndir sem hægt er að túlka á margvís-
lega vegu.
Spurnarþjálfun
Til að þjálfa gagnrýnið hugarfar er grundvallar-
atriði að hvetja nemendur til að vera spyrjandi
og krefjast þess af þeim í vinnunni í skólanum.
Hér er æfing sem miðar að þessu og tengist
efni fyrsta kafla. Æfingin felst í hugflæði nem-
enda þar sem þeir kasta fram eins mörgum
spurningum og þeir mögulega geta eins hratt
og þú nærð að skrifa þær á töfluna þannig að
bekkurinn sjái þær safnast upp. Leggðu skýra
áherslu á að þú skrifir bara upp það sem sagt
er í formi spurninga.
Skrifaðu á töfluna: „Hver er ég?“
Segðu síðan við bekkinn: „Ef ég vil kynnast
annarri manneskju, eða jafnvel sjálfri mér betur,
um hvað ætti ég þá að spyrja? Kastið fram
öllum spurningum sem ykkur dettur í hug!“
Ítarefni
Um Gagnrýna hugsun
Kristján Kristjánsson. (1990). Líður þeim best
sem lítið veit og sér? Hugvekja um heimsku.
Ný menntamál,
8. árg., 4. tbl., bls. 24–28.
Ólafur Páll Jónsson. (2008). Gagnrýnar
manneskjur.
Hugur,
20. árg., bls. 98–112.
Ýmislegt annað
Á Youtube má finna fjölbreytta íslenska tónlist
sem fjallar um sjálfið á einn eða annan hátt.
Þú getur hvatt nemendur til að slá inn leitar-
orðin „ég sjálf“ eða „ég sjálfur“ og rýna í þá
tónlist og texta sem birtist.
Myndin er fengin á
en/rene-magritte/collective-invention-1934
1...,9,10,11,12,13,14,15,16,17,18 20,21,22,23,24,25,26,27,28,29,...34
Powered by FlippingBook