Hvað heldur þú? - klb - page 18

18
Spurningar
Svör
Hvort er betra að vera barn eða fullorðinn?
BARN, FULLORÐINN
Hvort er betra að vera hundur eða manneskja?
HUNDUR, MANNESKJA
Hvort skiptir meira máli í lífinu: hugsanir
eða tilfinningar?
HUGSANIR, TILFINNINGAR
Er gott eða slæmt að vera forvitinn?
GOTT, SLÆMT
Hvað vildir þú helst velja ef þú mættir bara velja eitt,
að vera: rík(ur), falleg(ur) eða gáfuð/gáfaður?
RÍK/RÍKUR, FALLEG/FALLEGUR,
GÁFUÐ/GÁFAÐUR
Hvort er mikilvægara: spurningin eða svarið?
SPURNINGIN, SVARIÐ
Önnur verkefni
Að kjósa með fótunum
Þetta verkefni er einfalt í framkvæmd og
hvetur nemendur til að hafa skoðun.
Undirbúningur:
Skapa rými þar sem nemendur geta
gengið um og myndað hópa
(færa borð og stóla til hliðar í stofunni).
Prenta svörin sem birt eru hér að neðan
á stór spjöld (A4 eða A3) – eitt svar
á hvern miða.
Hafa spurningarnar á blaði til að lesa upp.
Nemendur standa í miðri stofunni og þú lest
upp eina spurningu í einu. Dreifðu svörunum
um stofuna þannig að nemendur sjái þau.
Biddu nemendur að ganga að því svari sem
þeir eru sammála. Leggðu áherslu á að hver
og einn geti útskýrt svarið sitt og taki sjálfstæða
ákvörðun.
Þegar allir nemendur hafa tekið afstöðu og
gengið að svari skaltu biðja nokkra að útskýra
svarið sitt. Við þetta geta skapast umræður milli
hópanna. Taktu eins langan tíma í umræðu
og þér finnst skemmtilegt, lestu svo upp nýja
spurningu og láttu nemendur velja ný svör.
Heyrir þú það sama og ég heyri?
Það er gott að nemendur finni á eigin skinni
að það hugsa ekki allir eins. Prófaðu eftir-
farandi verkefni til að sýna þeim það.
Lestu/skrifaðu upp staðhæfingu fyrir bekkinn
eða sýndu mynd. Biddu alla nemendur að
skrifa á miða hvað þeim dettur í hug þegar
þeir sjá þetta og/eða heyra. Hafðu miðana
nafnlausa og safnaðu þeim saman þegar allir
hafa skrifað eitthvað. Síðan eru allir miðarnir
lesnir upp fyrir hópinn – heyrðu allir það
sama?
1...,8,9,10,11,12,13,14,15,16,17 19,20,21,22,23,24,25,26,27,28,...34
Powered by FlippingBook