Hvað heldur þú? - klb - page 31

31
Önnur verkefni
Besti skóli
Verkefnið um Bestaskóla fjallar um tilgang
skóla og menntunar. Nemendur eiga að búa
til lýsingu á fullkomnum skóla: Bestaskóla í
Bestabæ. Nemendur þurfa talsverðan tíma til
að vinna þetta verkefni, heilan þemadag eða
2–3 vikur ef verkefnið er unnið í afmörkuðum
kennslustundum. Gott er að leyfa nemendum
að skila niðurstöðum sínum á því formi sem
þeim hentar best (bók, vefur, glærusýning,
kvikmynd eða annað).
Skiptu nemendum í litla hópa. Þú metur hvort
þú vilt skipta hlutverkum á hópmeðlimi, t.d. að
í hverjum hópi sé stjórnandi sem ber ábyrgð á
að fyrirmælum sé fylgt, ritari sem ber ábyrgð á
að halda saman niðurstöðum, tímavörður sem
ber ábyrgð á að framvinda sé í vinnunni og
tíma sé ekki sóað, o.s.frv.
Fyrirmæli til hópanna getur þú sett fram ýmist
munnlega eða á blaði. Munnleg fyrirmæli gera
meiri kröfu á nemendur að taka eftir og muna
hvaða kröfur gerðar eru til verkefnavinnu og
-skila. Hér fyrir neðan er listi af atriðum sem
hægt er að biðja nemendur að taka afstöðu
til í verkefnavinnunni. Þú metur hversu mörg
af þessum atriðum þú hefur með og bætir við
því sem þér dettur í hug.
1...,21,22,23,24,25,26,27,28,29,30 32,33,34
Powered by FlippingBook