Hvað heldur þú? - klb - page 21

21
Lykilhugtök í kaflanum
vinátta, traust, trúnaður, tryggð,
sannleikur, breytingar.
Spurningar til að kafa
í innihald textans
Geta vinir alltaf treyst hver öðrum?
Ef vinur okkar segir okkur ósatt –
getur viðkomandi verið áfram
vinur okkar?
Geta nýir vinir eyðilagt gamla vináttu?
Hverjum er það kenna ef vinátta
leysist upp?
Getum við átt sömu vini alla ævi?
Geta foreldrar okkar eða systkin verið
vinir okkar?
Geta dýr verið vinir okkar?
Getum við valið okkur vini?
Velja vinirnir okkur?
Verður vinátta til af sjálfri sér?
Þarf að næra og viðhalda vináttu?
Getur vinátta haldist án næringar?
Getum við eignast vini sem við
hittum aldrei?
Hvað gerir vini okkar að vinum okkar?
Hvað segir vinaval okkar um okkur?
Ef vinátta þolir ekki áföll – er það þá
raunveruleg vinátta?
Hver er munurinn á vinum og
kunningjum?
Unnið með verkefnin
í nemendaheftinu
Vinur eða eitthvað annað?
Gefðu nemendum tíma til að skrifa svörin sín
í verkefninu og jafnvel bera sig saman við vin
á næsta borði. Varpaðu mynd af verkefninu
upp á töflu og biddu nemendur að gera grein
fyrir svörum sínum – skrifaðu fjölda já og nei?
við hvert dæmi. Stjórnaðu síðan samræðu þar
sem þið ræðið betur um þau dæmi þar sem
ósamkomulag er í bekknum. Biddu nemendur
með andstæðar skoðanir að útskýra svör sín
og bera þau saman við svör annarra.
Til að draga saman niðurstöðu getur verið gott
að láta nemendur vinna „Venn mynd“ þar
sem einkenni á vinum og kunningjum eru
borin saman. Biddu nemendur um að skrá
atriðin sem nefnd eru í verkefninu inn á
viðeigandi stað í vennmyndinni:
í hólf sem á bara við um vini
í hólf sem á bara við um kunningja
í hólf sem á við um bæði vini og kunningja
fyrir utan myndina þegar atriðið á hvorki
við um vini né kunningja
1...,11,12,13,14,15,16,17,18,19,20 22,23,24,25,26,27,28,29,30,31,...34
Powered by FlippingBook