Hvað heldur þú? - klb - page 12

12
Önnur verkefni
Spurningar í hatti
Spurningar eru olían sem knýr skilningsleitina áfram. Þetta verkefni er einfalt og hægt
að grípa til þess hvenær sem er, t.d í lok kennslustundar eða sem upphitun í upphafi
kennslustundar.
Nemendur skrifa spurningar á nafnlausa miða. Til dæmis er hægt að safna saman
spurningum þeirra úr verkefninu Spyrja? á bls.7 í nemendaheftinu. Kennarinn hvetur
nemendur til að skrá sem flestar spurningar og safnar þeim í hatt (eða annað ílát).
Nemendur fá síðan að skiptast á að draga spurningu úr hattinum og biðja samnem-
endur sína að svara. Úr þessu geta orðið stuttar samræður, þegar nemendur telja
spurningu fullsvarað má draga þá næstu úr hattinum.
Spurningasafnið má geyma og grípa til þegar hentar. Það getur líka verið gott að bjóða
nemendum af og til að bæta spurningum í hattinn. Þá getur verkefnið farið að þjóna
því hlutverki í bekknum að opna fyrir umræðu um þau mál sem liggja nemendum á
hjarta en eru kannski ekki á dagskrá í kennsluáætlunum skólans.
Ítarefni
Um Gagnrýna hugsun
Guðmundur Heiðar Frímannsson. (2010). Hugarfar gagnrýninnar manneskju.
Hugur
, 22. árg
.
, bls. 119–134.
Sótt á vefinn 23.8.2014
Páll Skúlason. (1987). Er hægt að kenna gagnrýna hugsun? Í
Pælingar.
Safn erinda og greina
, bls. 67–92. Reykjavík: [höfundur]
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10,11 13,14,15,16,17,18,19,20,21,22,...34
Powered by FlippingBook