16
Ertu alltaf þú sjálf(ur)?
Það er erfitt að skilgreina í hverju sjálfsmynd
hvers og eins er fólgin því að í tímans rás
breytumst við; útlit, smekkur, hugmyndir
o.s.frv. Þrátt fyrir það standa ákveðnir þættir
tilveru okkar nær en aðrir og þeir virðast meiri
grundvallaratriði og breytast hægar en aðrir.
Með þessari æfingu spyrjum við okkur með
hvaða hætti breytumst við ef við breytum til-
teknu atriði hjá okkur. Gefðu nemendum tíma
til að fara í gegnum allan listann og svara með
„já“, „nei“ eða „já og nei“.
Svör nemenda eru síðan borin saman í sam-
ræðu þeirra. Þú getur byrjað á að fara í gegn-
um listann með því að biðja nemendur að
rétta upp hönd ef þeir svöruðu „já“ – þá sést
hvort margir í bekknum eru sammála eða
hvort mjög skiptar skoðanir séu um dæmið.
Ef allir eru sammála skaltu halda beint áfram
í næsta dæmi, ágreiningurinn er líklegri til að
leiða inn í skemmtilega samræðu. Biddu nem-
endur að færa rök fyrir svörum sínum, útskýra
þau. Hvettu þá líka til að taka dæmi til að
styðja mál sitt.
Þú getur hjálpað bekknum að draga saman
niðurstöðu af verkefninu með því að biðja þau
í lokin um að raða atriðunum sem spurt er
um á hugtakalínu:
Ógagnrýnar manneskjur
Hugtökin og lýsingarnar á manneskjunum
sem settar eru fram í verkefninu byggja á
greinarkorni Kristjáns Kristjánssonar Líður
þeim best sem lítið veit og sér? Sjá ítarefnis-
lista fyrir fulla heimildaskráningu.
Með því að leika manngerðirnar fá nemend-
ur tækifæri til að ýkja einkenni þeirra og þar
með kynnast þeim betur en ef þær eru of
nátengdar þeim sjálfum. Gefðu nemendum
nægan tíma til að semja leikþættina sína.
Það getur verið ágætt að leyfa þeim líka að
bera sig saman milli hópa, t.d. að dúllararnir
tali saman og hjálpi hver öðrum að skerpa á
sínum karakter.
Það er upplagt að nýta sjálfsmat og jafninga-
mat til að draga saman árangur nemenda
í verkefninu. Hér er tillaga að gátlista fyrir
nemendur þar sem hæfniviðmiðin lýsa
lykilhæfni nemenda (sjá aðalnámskrá 2013,
bls. 87–90):
Hæfniviðmið: nemandinn …
Ég náði viðmiðinu Hópurinn náði viðmiðinu
sýnir frumkvæði og drifkraft í hópastarfinu.
spyr rannsakandi spurninga til að finna góðar
lausnir fyrir leikritið.
segir skoðun sína á skýran hátt.
beitir leikrænni tjáningu til að sýna ákveðna
manngerð og segja sögu.
skoðar viðfangsefni frá ólíkum sjónarhornum.
Gátlisti – hópavinna við leikþátt um gagnrýnar og ógagnrýnar manneskjur
Skiptir engu máli
Skiptir öllu máli