26
Unnið með verkefnin í nemendaheftinu
Jákvæðar og neikvæðar tilfinningar
Gefðu nemendum talsvert svigrúm til að skoða listann yfir tilfinningar og vinna úr honum.
Láttu þá vinna í 3–5 manna hópum áður en niðurstöður eru dregnar saman á töflu eða fyrir
allan bekkinn. Hvettu nemendur til að bæta við því sem þeim finnst vanta í skýið og taka út
þau orð sem þeim finnst ekki vísa til tilfinninga.
Skrifaðu tilfinningaskalann á töfluna og stjórnaðu samræðu í bekknum. Byrjaðu á að fá „verstu“
og „bestu“ tilfinningu úr hverjum hópi og skrifaðu þær á tilfinningaskalann. Biddu nemendur
um að rökstyðja skilgreiningar sínar og útskýra fyrir hinum það sem hóparnir eru ósammála um.
Í kjölfar samræðu getur þú beðið nemendur um að skrifa hugleiðingar sínar einstaklingslega,
t.d. að svara eftirfarandi spurningu til að draga saman niðurstöðu:
„Hvaða hlutverki gegna tilfinningar í lífi mínu?“
Rökvillur
Lestu vel skýringartextana með nemendum og gefðu þeim tíma til að finna dæmi um
ólíkar rökvillur úr eigin reynslu og úr fjölmiðlum. Gott getur verið að nemendur hafi aðgang
að nettengdum tölvum eða snjalltækjum svo þeir geti rýnt í vefmiðla um leið og þeir vinna
sig í gegnum verkefnið.
Svör við verkefni um fótfesturök:
1.
og
5.
eru án efa fótfesturök.
2.
og
3.
eru ekki fótfesturök því það er röklegt samhengi milli þeirra atburða sem upp eru taldir
og niðurstöðunnar sem dregin er.
4.
er vafamál og fer svarið eftir því hvort þið sjáið augljós tengsl milli þess að þegar áfengi sé
selt í matvöruverslunum þá aukist aðgengi unglinga að því. Hægt er að færa rök fyrir því að jafn
strangt eftirlit verði með aldurstakmörkunum og verið hefur í vínbúðum. En áhyggjur margra af
því að ungir afgreiðslumenn í matvöruverslunum eigi erfiðara með að fylgja reglum um aldur við
kaup á áfengi eru líka skiljanlegar. Það er tilvalið að leyfa nemendum að rannsaka þessi sjónar-
mið í samræðu.