Hvað heldur þú? - klb - page 30

30
Unnið með verkefnin
í nemendaheftinu
Til hvers er skólinn?
Gefðu nemendum tíma til að skrifa svör sín í
verkefninu og jafnvel bera sig saman við vin
á næsta borði. Varpaðu mynd af verkefninu
upp á töflu og biddu nemendur að gera grein
fyrir svörum sínum – skrifaðu fjölda sammála/
ósammála við hvert dæmi. Stjórnaðu síðan
samræðu þar sem þið ræðið betur um þau
dæmi þar sem ósamkomulag er í bekknum.
Biddu nemendur með andstæðar skoðanir að
útskýra svör sín og bera þau saman við svör
annarra.
Gættu þess að fara ekki yfir öll dæmin ef
nemendum finnst það þreytandi. Þú getur
jafnvel valið dæmi úr safninu til að ræða með
öllum bekknum eða beðið nemendur að
benda á athyglisverðustu dæmin og ræða
aðeins þau.
Gefðu nemendum tíma til að skrá eigin hug-
leiðingar í lok samræðunnar. Leggðu áherslu á
að þeir svari skýrt og rökstyðji vel. Það er óþarfi
að leggja áherslu á að nemendur skrifi ákveðið
magn því það eru gæði hugsunarinnar, ekki
magnið, sem skiptir máli.
Er rangt að svindla á prófi?
Leyfið nemendum að ræða spurninguna í
minni eða stærri hópum. Leggðu áherslu á
að þeir rökstyðji skoðun sína og hlusti vel á
andstæðar skoðanir.
Hvort er mikilvægara: spurningin eða
svarið?
Skiptu nemendum í 3–5 manna hópa og
gefðu þeim tíma til að ræða málin og skrifa
svörin. Stjórnaðu síðan samræðu þar sem
hóparnir greina frá niðurstöðu sinni.
Umræðuefnið um spurningar og svör er mikil-
vægara en það virðist ef til vill vera í fyrstu.
Það er grundvallaratriði í allri þekkingarsköpun
að virða það afl sem forvitni og spurningar eru
í því að drífa þekkingarleitina áfram. Í kjölfar
umræðu nemenda um þetta efni getur verið
skemmtilegt að vinna úr hugmyndum þeirra
á áþreifanlegri hátt. Geta þeir samið leikþætti
um gildi spurninga? Eða búið til veggmyndir
og/eða myndasögur sem sýna muninn á
spurningum og svörum í kennslustofunni?
Ef nemendur hafa unnið sig í gegnum allt
námsefnið
Hvað heldur þú?
og eru nú að ljúka
yfirferð þess getur verið athyglisvert að spyrja
þá hvort þeir finni mun í bekknum, hjá sjálfum
sér og kennaranum – hver spyr spurninganna?
Skiptir máli hver spyr flestra spurninga í
kennslustofunni?
1...,20,21,22,23,24,25,26,27,28,29 31,32,33,34
Powered by FlippingBook