Hvað heldur þú? - klb - page 23

23
Önnur verkefni
Hvað gera vinir?
Þetta verkefni er tilbrigði við verkefnið um vináttu í nemenda-
heftinu. Hér er áhersla lögð á að nemendur hlusti hver á hug-
myndir annars og beri saman við sínar eigin.
Sýndu nemendum listann hér á eftir (afhenda þeim ljósrit eða
varpa honum á töflu). Gefðu þeim tíma til að lesa í gegnum list-
ann og velja eitt atriði sem þeir telja að lýsi vináttu betur en allt
annað. Þú skalt leggja áherslu á að það megi bara velja eitt, þá
verða nemendur að taka skýra afstöðu og samræðan í kjölfarið
verður einbeittari.
Biddu nemendur að skrifa niður val sitt og rökstuðninginn með
því. Þeir geta skrifað á miða (A5 blað er hæfilegt) í rafbókinni eða
í vinnu- eða stílabókina sína. Láttu alla lesa upp eða segja frá því
sem þeir hafa skrifað. Áður en lesturinn hefst í hópnum skaltu
biðja nemendur um að hlusta vel á hina og finna það svar sem
þeim finnst ólíkast sínu eigin – skrifa það hjá sér á miðann sinn.
Þegar allir hafa sagt frá vali sínu og rökstuðningi skaltu spyrja:
„Hvaða svar var ólíkast ykkar eigin?“
Leyfðu sjálfboðaliða að segja frá því.
Tvinnaðu svo samræðuna út frá þessum samanburði. Spurðu
aðra nemendur hvort þeim finnist svörin tvö lík eða ólík – og af
hverju. Svo geta nemendur spunnið samræðuna áfram, borið ólík
svör saman við sín eigin. Hópurinn reynir að komast að niður-
stöðu – hvaða atriði lýsir vináttu best?
1...,13,14,15,16,17,18,19,20,21,22 24,25,26,27,28,29,30,31,32,33,...34
Powered by FlippingBook