Hvað heldur þú? - klb - page 14

14
Saga 1 –
Ertu viss
um að þú sért þú?
Hermína er ósköp venjuleg stúlka sem þarf
að ganga í gegnum flutninga fjölskyldunnar til
fjarlægrar borgar þar sem hún þekkir engan.
Flutningarnir eru komnir til af atvinnuleysi for-
eldris en slíkar aðstæður þurfa margir að upp-
lifa og læra að fóta sig í nýju umhverfi – nýjum
raunveruleika sem fólk hefur ekki endilega val-
ið sér sjálft. Hugmyndin um tengsl sjálfsmynd-
ar við uppruna og umhverfi spilar mikilvægt
hlutverk í kaflanum. Hermína skilgreinir sjálfa
sig í upphafi út frá raunveruleika sjávarþorps-
ins – hún er hagvön úti í náttúrunni og skilur
gang hennar. Þegar hún kemur til borgarinnar
er hraðinn og krafturinn henni framandi og
ógnvekjandi. Áhugamál jafnaldranna eru af allt
öðrum toga en hún á að venjast og þrátt fyrir
að henni sé tekið vel þá líður henni á vissan
hátt eins og utangarðsmanneskju eða gesti.
Heimsókn á heimaslóðir um jólin vekur til-
hlökkun en þegar hún er komin aftur í þorpið
upplifir hún að það sem hún hafði áður talið
heimili sitt er orðið henni framandi, smátt í
sniðum og tilbreytingarsnautt. Hún sér í hendi
sér að heimili hennar sé í höfuðborginni og
hvergi annars staðar. Þessi hugmynd fjallar um
það hvað við köllum „heima“. Hvar er heimili
okkar? Þroskinn sem fæst af því að takast á við
breytingar á lífinu hefur óafturkræfar breytingar
á persónuleika okkar. Sá sem kemur aftur er
ekki sá sami og sá sem fór.
Lykilhugtök í kaflanum
sjálfið, sjálfsmynd, umhverfi og sjálf,
breytingar, þroski, uppruni, heimili.
1...,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13 15,16,17,18,19,20,21,22,23,24,...34
Powered by FlippingBook