Hvað heldur þú? - klb - page 27

27
Önnur verkefni
Finnið rökvilluna
Skoðið vel eftirfarandi dæmi með nemendum
og leyfið þeim að ræða og útskýra hvort í þeim
felist rökvilla eða ekki.
1.
Jón og vinir hans eru alltaf með tónlistina
hátt stillta. Unglingar eru svo hávaðasamir.
2.
Forsetafrúin borðar skyr með hunangi í
morgunmat. Það hlýtur þess vegna að vera
mjög hollt.
3.
Í bréfi frá skólanum var sagt að ekki mætti
koma með hnetur, fisk eða mat sem inni-
heldur egg í nesti af því að nokkrir nem-
endur í skólanum eru með bráðaofnæmi.
Næst segja þeir örugglega að það sé bara
alveg bannað að koma með mat í skólann.
4.
Bíómyndin 12 years a slave hlaut Ósk-
arsverðlaunin sem besta myndin 2014.
Það hlýtur að vera mjög góð bíómynd.
5.
Í Garðaskóla eru nemendur í 8. til 10. bekk.
Það eru því allir nemendur Garðaskóla ung-
lingar.
6.
Svava segir við mömmu sína: „Það er
ekkert að marka þegar þú segir að ég sé
falleg, þú segir það bara af því að þú ert
mamma mín.“
7.
Ætlar þú að fá ráð frá Gumma um fjármál?
Hann sem gat ekki forðað fyrirtæki sínu frá
gjaldþroti!
8.
Vinstrimenn vilja bara eyða peningum,
þeir hafa ekkert vit á fjármálum.
9.
Yfir 600 manns hafa farið í teygjustökk hjá
fyrirtækinu Skopparinn án þess að slys hafi
orðið. Teygjustökk getur þess vegna ekki
verið hættulegt.
Svör:
1.
óleyfileg alhæfing
2.
kennivaldsrök
3.
fótfesturök
4.
ekki rökvilla. Óskarsverðlaunin hljóta
að teljast réttmætt kennivald varð-
andi gæði kvikmynda og því ekki villa
að vísa til þeirra í því sambandi.
5.
ekki rökvilla, nemendur í 8.–10. bekk
á Íslandi eru 13–16 ára og því
réttmætt að álykta að þeir séu allir
unglingar.
6.
persónurök. Svava gerir lítið úr
skoðuninni af því að það er mamma
hennar sem segir hana frekar en að
vísa til þess hvað fegurð er.
7.
persónurök
8.
persónurök
9.
óleyfileg alhæfing, slysahættan er til
staðar þótt um undantekningartilvik
sé að ræða.
1...,17,18,19,20,21,22,23,24,25,26 28,29,30,31,32,33,34
Powered by FlippingBook