Hvað heldur þú? - klb - page 25

25
Saga 3 –
Ertu viss um að tilfinningar
séu óskynsamlegar?
Lykilhugtök í kaflanum
svik, heiðarleiki, tilfinningar (reiði, sorg), skynsemi, sál.
Spurningar til að kafa í efni þriðja kafla
Er lyktin af kaffi tilfinning eins og reiði
er tilfinning?
Eru tilfinningar skynsamlegar?
Var rétt af Völu að fara í bíó með
foreldrum sínum þegar hún var búin að
samþykkja að fara seinna með Selmu?
Sveik Vala Selmu?
Sveik Selma Völu?
Hvað gerir okkur reið?
Er rangt af okkur að verða reið?
Er reiði Völu réttlætanleg?
Eigum við að sætta okkur við allt?
Hvers vegna, hvers vegna ekki?
Hver er munur á að vera reið(ur) og vera sár?
Þurfum við huggun þegar við erum reið?
Hvenær varð ég reið(ur) síðast?
Hver var ástæðan? Hvernig leið mér á eftir?
Hafði ég fulla stjórn á sjálfum/sjálfri mér
þegar ég var reið(ur)?
Hvenær varð ég síðast sár? Jafnaði ég mig
á særindunum? Voru einhverjir eftirmálar?
1...,15,16,17,18,19,20,21,22,23,24 26,27,28,29,30,31,32,33,34
Powered by FlippingBook