25
Saga 3 –
Ertu viss um að tilfinningar
séu óskynsamlegar?
Lykilhugtök í kaflanum
svik, heiðarleiki, tilfinningar (reiði, sorg), skynsemi, sál.
Spurningar til að kafa í efni þriðja kafla
•
Er lyktin af kaffi tilfinning eins og reiði
er tilfinning?
•
Eru tilfinningar skynsamlegar?
•
Var rétt af Völu að fara í bíó með
foreldrum sínum þegar hún var búin að
samþykkja að fara seinna með Selmu?
•
Sveik Vala Selmu?
•
Sveik Selma Völu?
•
Hvað gerir okkur reið?
•
Er rangt af okkur að verða reið?
•
Er reiði Völu réttlætanleg?
•
Eigum við að sætta okkur við allt?
Hvers vegna, hvers vegna ekki?
•
Hver er munur á að vera reið(ur) og vera sár?
•
Þurfum við huggun þegar við erum reið?
•
Hvenær varð ég reið(ur) síðast?
Hver var ástæðan? Hvernig leið mér á eftir?
Hafði ég fulla stjórn á sjálfum/sjálfri mér
þegar ég var reið(ur)?
•
Hvenær varð ég síðast sár? Jafnaði ég mig
á særindunum? Voru einhverjir eftirmálar?