Hvað heldur þú? - klb - page 17

17
Ef nemendur eiga í erfiðleikum með að átta sig
á manngerðunum fimm sem þeir eiga að túlka
í leikþáttum sínum þá getur verið góð inngangs-
æfing að fara í gegnum eftirfarandi verkefni með
hópnum.
Fólk bregst á ólíkan hátt við einföldustu
hlutum. Hér að neðan sjáum við hvað
nokkrar manneskjur hugsa/segja þegar þær
sjá listaverkið á myndinni. Eru þær að hugsa
eins og hrekkleysingjar, þverúðarseggir,
dúllarar, flatneskjur eða pælarar?
Hrekk-
leysingi
Þver-
úðar-
seggur
Dúllari Flatneskja Pælari
„Hvað er hann að gera við þennan gaffal?
Er þetta gaffall?“
x
„Þetta er gamalt fólk. Afi og amma.“
x
„Voðalega hlýtur þetta að vera leiðinlegt
fólk, getur ekki brosað fyrir listmálarann.
Fegin er ég að þekkja þau ekki.“
x
„Þetta er frægt málverk, örugglega mjög
verðmætt. Ég man ekki hver málaði það en
veit að þetta er mjög merkilegt listaverk.“
x
„Þarna er konunni rétt lýst. Stendur hlýðin
aftan við manninn sinn.“
x
„Ha? Er þetta merkilegt málverk? Það er
örugglega rétt ef þú segir það. Ég hef bara
aldrei séð þetta áður.“
x
„Þú átt ekki bara að treysta mínum orðum.
Þótt mér finnist þetta vel gert málverk þá
þarft þú ekkert að vera sammála mér. Hvað
finnst þér sjálfum um það?“
x
„Þetta er frægasta málverkið í bandarískri
listasögu. Það er óumdeilanlegt og þú hlýtur
að sjá það sjálfur.“
x
Myndin er fengin á Wikipediu og er í eigu Art Institude of
Chicago.
_
United_States
1...,7,8,9,10,11,12,13,14,15,16 18,19,20,21,22,23,24,25,26,27,...34
Powered by FlippingBook