Hvað heldur þú? - klb - page 29

29
Saga 4 –
Ertu viss um að þú getir lært?
Lykilhugtök í kaflanum
skóli, nám, hæfileikar, mikilvægi, framtíð, próf, námsgrein, tilgangur menntunar.
Spurningar sem kafa
í innihald textans
Ertu viss um að þú getir lært?
Hvenær lærðir þú að hjóla? Hvernig
vissirðu að þú kynnir að hjóla?
Dugar að læra nóttina fyrir próf?
Til hvers erum við að læra alla þessa
hluti sem koma okkur ekki að neinu
gagni að því er virðist við fyrstu sýn?
Til hvers þarf ég að læra stærðfræði
ef ég ætla aldrei að nota hana í lífinu?
En dönsku?
Hvaða gagn er að því að læra málfræði?
Til hvers þurfa strákar að fara í textílmennt?
Þarf ég að fara í myndmennt þar sem ég kann
ekkert að teikna?
Hvers vegna er skólaskylda?
Myndi ég læra eitthvað ef ég væri ekki ekki
skyldug(ur) til þess?
Læri ég betur ef það er skylda að læra?
Þurfa allir að læra það sama? Hvers vegna –
hvers vegna ekki?
1...,19,20,21,22,23,24,25,26,27,28 30,31,32,33,34
Powered by FlippingBook