29
Saga 4 –
Ertu viss um að þú getir lært?
Lykilhugtök í kaflanum
skóli, nám, hæfileikar, mikilvægi, framtíð, próf, námsgrein, tilgangur menntunar.
Spurningar sem kafa
í innihald textans
•
Ertu viss um að þú getir lært?
•
Hvenær lærðir þú að hjóla? Hvernig
vissirðu að þú kynnir að hjóla?
•
Dugar að læra nóttina fyrir próf?
•
Til hvers erum við að læra alla þessa
hluti sem koma okkur ekki að neinu
gagni að því er virðist við fyrstu sýn?
•
Til hvers þarf ég að læra stærðfræði
ef ég ætla aldrei að nota hana í lífinu?
En dönsku?
•
Hvaða gagn er að því að læra málfræði?
•
Til hvers þurfa strákar að fara í textílmennt?
•
Þarf ég að fara í myndmennt þar sem ég kann
ekkert að teikna?
•
Hvers vegna er skólaskylda?
•
Myndi ég læra eitthvað ef ég væri ekki ekki
skyldug(ur) til þess?
•
Læri ég betur ef það er skylda að læra?
•
Þurfa allir að læra það sama? Hvers vegna –
hvers vegna ekki?