Hvað heldur þú? - klb - page 15

15
Spurningar til að kafa
í innihald textans
Hver er ég? Er ég alltaf ég sjálf(ur), sama hvar
ég er? Hvað finnst mér skemmtilegt? Hvað
segja vinir mínir um mig? Hvaðan kem ég?
Hvernig verð ég að því sem ég er? Hvað hefur
áhrif á það hver við erum? Umhverfið? Vinirn-
ir? Fjölskyldan? Það sem þú gerir: íþróttin þín,
hljóðfærið þitt, tölvan, dansinn þinn. Skapa
fötin manninn? Skapar síminn unglinginn?
Ráða foreldrar mínir hver ég er? (Verð ég
borgarbarn þegar foreldrar mínir ákveða að
flytja í borgina?) Er ég það sem foreldrar mínir
vilja að ég sé? Á ég að uppfylla væntingar
foreldra minna?
Hver er munurinn á sveit og borg? Gera
borgarbörn aðra hluti en sveitabörn? Eru ský
í sveitinni skemmtilegri en ský í borginni? Er
betra að vera borgarbarn en sveitarbarn?
Er sá sem fer sá sami og sá sem kemur
til baka?
Get ég breyst? Hvernig breytist ég? Hvað
breytir mér? Er eitthvað sem breytist aldrei?
Geta erfiðir hlutir (eins og að flytja) verið
góðir? Er Hermína ennþá sama stelpan eftir
vetrardvöl í borginni?
Er gott að flytja? Er þroskandi að flytja?
Hvað er heimili? Hvar á ég heima?
Hvað breyttist?
Hvernig breyttist Hermína? Hvers vegna
breyttist hún? Getur verið að sá sem fór úr
borginni út í sveitina myndi líka breytast?
Unnið með verkefnin
í nemendaheftinu
Hvað lýsir mér best?
Nemendur fá tíma til að lesa í gegnum listann
og velja eitt atriði sem þeir telja að lýsi sér
betur en allt annað. Þú skalt leggja áherslu á
að það megi bara velja eitt, þá verða nemend-
ur að taka skýra afstöðu og samræðan í kjöl-
farið verður einbeittari.
Biddu nemendur að skrifa niður val sitt og
rökstuðninginn með því. Þeir geta skrifað í
rafbókina, á miða (A5 blað er hæfilegt) eða í
vinnu- eða stílabókina sína. Láttu alla lesa upp
eða segja frá því sem þeir hafa skrifað. Áður
en lesturinn hefst í hópnum skaltu biðja nem-
endur um að hlusta vel á hina og finna það
svar sem þeim finnst ólíkast sínu eigin – skrifa
það hjá sér á miðann sinn.
Þegar allir hafa sagt frá vali sínu og rökstuðn-
ingi skaltu spyrja:
„Hvaða svar var ólíkast ykkar eigin?“
Leyfðu sjálfboðaliða að segja frá því.
Tvinnaðu svo samræðuna út frá þessum
samanburði. Spurðu aðra nemendur hvort
þeim finnist svörin tvö lík eða ólík – og af
hverju. Svo geta nemendur fléttað samræðuna
áfram, borið ólík svör saman við sín eigin.
Hópurinn reynir að komast að niðurstöðu –
hvaða atriði lýsir manneskju best?
1...,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14 16,17,18,19,20,21,22,23,24,25,...34
Powered by FlippingBook