Hvað heldur þú? - klb - page 11

11
Spurningar til að kafa í innihald inngangs
Hafa hundar tilfinningar?
Hafa hundar sömu tilfinningar og manneskjur?
Vill hundurinn hennar Hermínu lifa eða deyja?
Hafa hundar vilja?
Hvað skiptir meira máli: það sem Hermína vill eða það sem hundurinn hennar vill?
Ef Hermína vill að hundurinn lifi áfram en pabbi hennar vill að líf hans sé stytt,
hvað á þá að gera?
Elskar Hermína hundinn sinn?
Hvernig getur fjölskyldan ákveðið hvort hundurinn eigi að lifa eða deyja?
Ef hundurinn væri ennþá bara hvolpur, myndi það breyta einhverju um hvort hann
ætti að lifa áfram fársjúkur?
Ef manneskja er veik af krabbameini og lifir í þjáningu, er þá hægt að ákveða
að hún eigi að deyja? Hver gæti ákveðið það?
Getur gagnrýnin hugsun hjálpað Hermínu að ákveða
hvað hún á að gera fyrir hundinn sinn?
Af hverju fundar fjölskyldan um hundinn? Er betra að allir ákveði saman hvað eigi
að gera fyrir hundinn eða á bara einhver einn úr fjölskyldunni að ákveða það?
Hvort er meiri sársauki: verkurinn sem hundurinn finnur fyrir eða sorgin
sem Hermína finnur fyrir?
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Inngangur:
Hvað er gagnrýnin hugsun?
Lykilhugtök í inngangi
tilfinningar, sársauki, líf og dauði, dýr og menn, vilji,
ákvarðanir, aðstæður, siðvit, hugsun, gagnrýnin hugsun.
1...,2,3,4,5,6,7,8,9,10 12,13,14,15,16,17,18,19,20,21,...34
Powered by FlippingBook