Hvað heldur þú? - klb - page 7

7
Við mælum með að kennarinn prenti þessar
spurningar á lítinn miða og hafi þær hand-
hægar í öllum kennslustundum. Tilgangur
þeirra er að drífa gagnrýna samræðu nem-
enda áfram án þess að kennarinn smiti hana
um of með sínum eigin skoðunum. Það má
líka hengja spurningarnar upp svo að nemend-
ur sjái þær og smám saman gera kröfu um
að þeir noti lykilspurningarnar í samræðum
sínum. En við mælum ekki með að þeim sé
öllum dembt á hópinn í fyrstu kennslustund.
Unglingum finnst gaman að tala saman og
pæla í hlutum. Leyfið þeim að byrja á því,
þótt það verði óreiðukennt.
Heyrðir þú hvað hann/hún sagði? (Kallað eftir hlustun.)
Getur þú sett fram spurningu um efnið?
Ertu sammála eða ósammála …? (Kallað eftir hlustun og tengingum
milli þess sem nemendur segja.)
Um hvað erum við að tala? (Kallað eftir skýrleika.)
Getur þú útskýrt aðeins betur…? (Kallað eftir nákvæmni.)
Af hverju segir þú að ...? (Kallað eftir rökum.)
Ertu að segja það sama og … eða ertu að segja eitthvað annað?
(Kallað eftir samhengi í framvindu samræðunnar.)
Getur þú nefnt mér dæmi um …? (Kallað eftir dæmum sem setja kjöt
á beinin og jarðtengja umræðuna.)
Hvernig veistu að … sé satt? (Kallað eftir að nemandinn tengi skoðun/hugmynd
sína við það hvernig hann fékk þessa skoðun/hugmynd.)
Gæti einhver verið ósammála þessu? Hvernig? (Kallað eftir víðsýni,
fleiri sjónarhornum.)
Hvaða afleiðingar getur það haft …? (Kallað eftir að nemandinn skoði
afleiðingar skoðana sinna og áhrif í víðara samhengi.)
Getum við dregið saman hvað við erum búin að segja um …?
(Kallað eftir fókus og/eða niðurstöðu.)
Hefur skoðun þín breyst? Hvernig? Af hverju?
1,2,3,4,5,6 8,9,10,11,12,13,14,15,16,17,...34
Powered by FlippingBook