8
Unnið með verkefnin
í nemendaheftinu
Spurningar í kjölfar textanna
Í kjölfar allra texta í nemendaheftinu er beðið um spurningar og nem-
endur hvattir til að bera eigin spurningar saman við spurningar bekkjar-
félaga. Þetta er lítið verkefni og ekki nauðsynlegt að vinna það með
hverjum einasta texta. En kennarinn er hvattur til að nýta það vel og oft í
byrjun vinnunnar með nemendum. Markmiðin með því að láta nemend-
ur spyrja eru að:
•
draga fram áhuga nemenda,
•
gefa nemendum vald yfir spurningunum í kennslustofunni (þetta
er sérstaklega mikilvægt þar sem algengt er að kennarinn sé sá aðli
sem spyrji flestra spurninga í skólanum – því þarf að snúa við ef
nemendur eiga að fá svigrúm til gagnrýninnar hugsunar),
•
gefa svigrúm til að nemendur geti heyrt spurningar hver annars –
þeir hafa oft meiri áhuga á þeim heldur en spurningum kennarans.
Spyrja
Gefðu hverjum nemanda svigrúm til að svara fyrir sig. Athyglisvert er
síðan að heyra ólík svör við síðasta liðnum: Eru nemendur hikandi við
að spyrja? Forðast þeir að spyrja? Og ef svo er, af hverju?
Þarf að hugsa málið?
Nemendur geta svarað verkefninu sjálfir og rætt það í litlum hópum.
Skoðaðu með bekknum hvort allir svari eins og ræðið þau svör þar sem
skiptar skoðanir birtast. Hvaða ólíku rök liggja þar að baki?
Góða skemmtun!