9
Námsmat
Til að fylgjast með framförum nemenda í
gagnrýninni hugsun og samræðufærni er gott
að nota gátlista. Hér eru sýndar nokkrar mögu-
legar útfærslur á gátlistum sem tilgreina þau
viðmið sem stefnt er að í þessu námsefni.
Kennarinn getur svo lagað þessa lista að þeirri
vinnu sem hann skipuleggur og þeim áhersl-
um sem hann vill leggja.
Það er mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir
um hver viðmiðin eru í kennslu um gagnrýna
hugsun. Hluti af því að vera gagnrýninn er að
vita að maður er það, að hugsa um það sem
maður er að hugsa hverju sinni. Sjálfsmat
nemenda og jafningjamat ætti því að vera
sjálfsagður hluti af vinnu nemenda.
Nafn nemanda
sjaldan stundum oft
Hlustar á aðra.
Tilgreinir hvort hann er sammála/ósammála.
Orðar spurningar.
Biður um útskýringar.
Rökstyður mál sitt.
Notar dæmi til að styðja mál sitt.
Virðir sannleiksgildi og uppruna þekkingar (mótmælir bulli
og óstaðfestum staðhæfingum).
Leitar uppi ólík sjónarmið, t.d. með spurningum.
Getur séð afleiðingar þeirrar skoðunar sem er til umræðu.
Getur dregið saman niðurstöðu umræðu.
Getur borið sína skoðun saman við skoðanir annarra á
sanngjarnan hátt.
Annað:
Fylgst með framvindu hvers nemanda.
Hægt er að merkja inn dagsetningar þegar
kennari tekur eftir að nemandinn beitir tiltek-
inni hugarfærni. Einnig getur hann valið að
fylgjast með nemanda í ákveðinni samræðu
og merkt við hversu oft hann sýnir tiltekna
færni í þeirri kennslustund.
Þennan gátlista, eða valin atriði úr honum er
mjög auðvelt að nýta í sjálfsmati nemenda.
Þegar nemendur meta sjálfa sig er líka gott
að hafa alltaf opinn reit („annað“) í lokin
þannig að þeir geti sjálfir bætt inn viðmiðum
ef þeir vilja.