Hvað heldur þú? - klb - page 6

6
Í efninu eru sögur og stuttir textar sem kynna
ýmis málefni til sögunnar án þess að gefin séu
skýr svör um hvað sé rétt eða hvernig eigi að
leysa mál. Í kjölfar textanna kemur ábending
til nemenda um að setja fram spurningar um
efnið og síðan koma verkefni af ýmsu tagi.
Kennarinn er hvattur til að virkja nemendur í
samræðu um spurningar þeirra út frá textun-
um. Til viðbótar við verkefni í nemendaheftinu
eru svo æfingar í þessum kennsluleiðbeining-
um sem kennari getur valið úr og nýtt að vild.
Til að kennsla í gagnrýninni hugsun sé mögu-
leg er nauðsynlegt að kennarinn sé gagnrýninn
og að hann gefi nemendum sínum frið til að
vera það líka. Þetta þýðir að allir aðilar eru
sífellt spyrjandi, hlusta vel á öll sjónarhorn og
reyna alltaf að finna nýja möguleika. Það getur
því reynst erfitt að skipuleggja kennslustundir
mjög nákvæmlega – ef við njörvum skipulagið
of mikið niður fyrir fram komum við í veg fyrir
að málefnaleg gagnrýni á framvindu mála fái
að njóta sín og hafa áhrif á kennslustundina.
Kennarar eru því hvattir til að nýta efnið með
opnum huga, hlusta spenntir eftir því hvernig
nemendur bregðast við sögum og æfing-
um og leyfa sér að njóta ferðalagsins með
nemendahópnum. Kennarinn verður að gefa
sér að hann viti ekki öll svörin fyrir fram og
að hann viti ekki alltaf betur en nemandinn.
Sögurnar í
Hvað heldur þú?
fjalla um hvers-
dagsleg fyrirbæri sem flestar manneskjur hafa
reynslu af, líka þeir sem eru ennþá börn og
unglingar. Glíman við þessar sögur á að vera
spennandi fyrir nemendur og líka fyrir kennar-
ann.
Það er kannski bara eitt sem kennarinn getur
verið viss um þegar hann byrjar að vinna með
þessi verkefni: Að hann getur ekki séð fyrir
hver endanlegur lærdómur verður af vinnunni.
Þannig er gagnrýnin hugsun. Hún er alltaf að
fást við það sem við vitum ekki alveg, sjáum
ekki fyrir eða viljum skoða betur. Mikilvægt
er að geta notið ferðalagsins, glímunnar við
spurningarnar. Til eru ágætar leiðbeiningar til
kennara um hvernig hægt er að stjórna gagn-
rýninni samræðu nemenda og er bent á slíkt
efni í lista um ítarefni aftast í þessum kafla.
En það getur líka verið gott að hafa ákveðið
haldreipi og í þeim tilgangi getur verið gott
að hafa alltaf handhægar lykilspurningar
gagnrýninnar hugsunar. Slíkar spurningar eru
kynntar í lok hvers kafla í nemendaheftinu.
Hér er listi yfir þær allar með skýringum á því
hvaða tilgangi þær þjóna:
1,2,3,4,5 7,8,9,10,11,12,13,14,15,16,...34
Powered by FlippingBook