Hvað heldur þú? - klb - page 5

5
Getur unnið með öðr-
um og tekið á jákvæðan
hátt þátt í samskiptum
og lagt sitt af mörkum í
uppbyggilegu samstarfi
sem tengist námi og
félagsstarfi innan skóla.
Treystir á gagnrýna
rannsókn – hlustar,
spyr, biður um
skýringar, tengir
saman það sem hann
og aðrir segja.
Hlustar. Getur endur-
sagt það sem aðrir
hafa orðað. Getur
sett hugmyndir í
samhengi og skoðað
afleiðingar á aðrar
hugmyndir og/eða
raunverulegar
aðstæður. Dregur
rökréttar ályktanir.
Heyrðir þú hvað hann/hún sagði?
(Kallað eftir hlustun.) Ertu að segja
það sama og … eða ertu að segja
eitthvað annað? (Kallað eftir sam-
hengi í framvindu samræðunnar.)
Hvaða afleiðingar getur það haft
…? (Kallað eftir að nemandinn
skoði afleiðingar skoðana sinna og
áhrif í víðara samhengi.) Getum við
dregið saman hvað við erum búin
að segja um …? (Kallað eftir fókus
og/eða niðurstöðu.)
Getur beitt mismunandi
sjónarhornum, gagnrýn-
inni hugsun við mótun
og miðlun viðfangsefna
á skapandi hátt.
Beitir víðsýni – spyr,
leitar eftir andstæðum
sjónarmiðum, tilbúinn
að fresta dómi.
Setur sig í spor
annarra og orðar hug-
myndir þeirra. Ímynd-
ar sér hvað gæti gerst
ef … Spyr eða efast
um það sem hann
hefur sjálfur sagt.
Gæti einhver verið ósammála
þessu? Hvernig? (Kallað eftir
víðsýni, fleiri sjónarhornum.)
Getur tekið þátt í rök-
ræðum um viðfangsefni
og rökstutt mál sitt af
yfirvegun og tekið tillit til
ólíkra sjónarmiða.
Hefur trú á eigin
hæfileikum til að taka
þátt í gagnrýninni
rannsókn – sýnir vilja
til að leita svara og
skýringa með öðrum.
Getur útskýrt mun-
inn á sinni skoðun
og skoðun annarra.
Gerir greinarmun á
staðreynd og skoðun.
Dregur ályktanir af því
sem aðrir segja.
Heyrðir þú hvað hann/hún sagði?
(Kallað eftir hlustun.) Ertu að segja
það sama og … eða ertu að segja
eitthvað annað? (Kallað eftir sam-
hengi í framvindu samræðunnar.)
Hvaða afleiðingar getur það haft
…? (Kallað eftir að nemandinn
skoði afleiðingar skoðana sinna og
áhrif í víðara samhengi.) Getum við
dregið saman hvað við erum búin
að segja um …? (Kallað eftir fókus
og/eða niðurstöðu.) Leiðir þetta …
örugglega af …?
(Áyktunin skoðuð.)
Getur endurskoðað
ferli við efnistök og
úrvinnslu verkefna.
Getur verið óhræddur
að nýta sér mistök og
óvæntar niðurstöður á
gagnrýninn og skapandi
hátt og séð í þeim nýja
möguleika.
Sýnir vilja til að leið-
rétta sig (skipta um
skoðun) þegar rök
mæla með því.
Skiptir um skoðun og
segir frá því. Útskýrir
hvernig eigin skoðanir
hafa breyst.
Hefur skoðunin þín breyst?
Hvernig? Af hverju? (Fylgst með
leiðréttingu og sjálfsleiðréttingu.)
Leiðir þetta… örugglega af …?
(Ályktunin skoðuð.)
Annað?
1,2,3,4 6,7,8,9,10,11,12,13,14,15,...34
Powered by FlippingBook